Tuesday, July 15, 2008

Ísland, elsku Ísland!!!!!!!!!!!!!!






LOKSINS LOKSINS er maður kominn heim til Íslands! Og uppá fjöll, sem er ekki amalegt (:


Mikið er fallegt hérna á þessu landi okkar. Alveg fáránlega sterk þessi "Hér á ég Heima" tilfinning. Ekki síst nálægt Snæfelli - fallegasta fjalli að mínu mati í algeyminum og þó víðar væri leitað!


Annars er bara búið að vera nóg um að vera síðan heim var komið. Fór beint upp á Eyjabakkana að vinna, svo nokkrum dögum seinna var flogið suður á æfingar á Bingói og svo aftur upp á fjöll í vinnuna á næturvaktir. Aumingja Agnes var veik meðan ég var hjá henni fyrir sunnan en það var fínt að fá að hugsa smá um stóru systur og vera góð við hana. Hitti líka Þórunni söngkennara og Björk í yndælis hádegismat og svo fór ég á sjó með afa og Svenna mömmubróður - algjör draumur í dós! Veiddum voða lítið þannig að afi var ekki rosa sáttur, en veðrið var alveg yndislegt og við Svenni sátum og sóluðum okkur og kjöftuðum (: Æfingar á Bingói gengu líka alveg dandala vel og voða gaman að byrja aftur með þetta og venjast nýjum mótleikurum. Mikið fjör! Það er líka svo fínt að vera á næturvöktum á þessum tíma árs. Þá vaknar maður hress svona um 15:00 og þá getur maður labbað hérna í kring og notið landslagsins (og tekið myndir).

Munið þið þegar þið lærðuð að hjóla? Labbaði í gegnum Hljómskálagarðinn þegar ég var fyrir sunnan og þar var faðir að reyna að kenna dóttur sinni að hjóla. Greyið stelpan var sko ekki að samþykkja að þetta væri mögulegt og vældi alveg af hræðslu. Svona var þetta líka hjá mér þegar Lena frænka var að kenna mér... þetta er eitt af þessum hlutum sem að virðast alveg gjörsamlega ómögulegir þegar maður kann þá ekki! Það er sko alveg ljóst að þetta gangi bara ekki og að maður sé örugglega bara eitthvað öðruvísi en hitt fólkið sem ræður við þetta...... vona að stelpugreyið hafi sigrast á hjólinu.


Mæli með að fólk hlusti á þessa vefslóð - þurfið samt að hafa tengda headphones til að þetta virki (: