Friday, August 17, 2007

Askepott

Vinir og samstarfsfélagar eru alveg yndislegt fyrirbæri. Sérstaklega ef hægt er að sameina þetta í sömu persónunni. Nú er ég t.d. að vinna með alveg frábærri norskri dömu. Hún var meira að segja svo frábær að gefa mér eintakið sitt af jólamynd þessara norrænu þjóðar - "Tre nötter til Askepott". Myndin eldgömul, búningarnir stórfyndnir og framúrsæknir jafnvel þó þeir sæust á sviði í dag, og til að toppa allt er tékkneskan öll dobbluð af einum karli, sem reynir að kven- og karlgera röddina til skiptis. Alveg frábært... og hulstrið af disknum er bleikt (:
Semsagt - jólamyndin í ár. Alltaf gott að skipuleggja fram í tímann.

Wednesday, August 1, 2007

Straumandarséns



Síðast þegar ég var í fríi - um miðjan júlí - fékk ég Margréti vinkonu með að Eyvindará. Þar stríplaðist ég og hún tók myndir, og vídeó, af því þegar ég loksins fékk mig út í kaaaaaaaaaaaaaalt vatnið. Eftir svoldla stund kom svo nærri okkur straumandarmamma með ungann sinn. Unginn var forvitin krúsíbolla og fór að spjalla eitthvað heilmikið við okkur... við skildum auðvitað ekki tístið en höfðum einstaklega gaman af litlu fiðurbollunni sem skreiðst yfir steinana í kringum okkur og synti um alveg hjá okkur.