Tuesday, June 5, 2007

Fyrsta blogg á æfinni

Jæja, það fer með þetta eins og gemsann sem ég aldrei ætlaði að fá mér. Ætli þetta sé ekki frekar sniðug leið til að fólk geti fylgst með mér ef það hefur hug á því (:
Hvað er að gerast hjá mér:
Er á næturvöktum við eftirlit með grautun uppi á Eyjabökkum við Ufsarstíflu og Kelduárstíflu. Grautun er ágætis dægradvöl og felst í því að margar margar holur eru boraðar í bergið þar sem stíflan verður sett og sementsefju eða "graut" dælt niður í þær til að þétta bergið. Þó að stífla haldi er nefnilega ekki víst að bergið undir henni geri það...þess vegna er grautað. Þá fyllist í sprungur.
Hvað stendur til hjá mér á næstunni:
Fara til Vínar 19. júní til að taka inntökupróf í Tónlistarháskólann í Vínarborg. Fór þangað í maí og það eru vá góðir söngvara þarna og rosa töff kennsla. T.d. tímar með píanóleikara OG leikstjóra. Rosa flott!
Inní þennan skóla ætla ég að komast (: Ingileif píanógella ætlar líka að taka inntökupróf þarna á svipuðum tíma og við ætlum að vera alveg ofur menningarlegar meðan á dvölinni stendur, skella okkur saman á ballettinn Rómeó og Júllu og óperurnar Werther og La Traviata. Jík! Hlakka svo til! Það er líka málið - hafa gaman að þessu og ekkert stressssssssss!

3 comments:

AgnesVogler said...

Jæja, svo bregðast krosstré : ) ég er samt voða fegin að þú ætlir að gera þetta svo ég geti haft betra eftirlit með þér og haldið áfram að skipta mér af uppeldinu!

Helga mamma said...

Flott síða og svaka flottar myndir. En á ekki að koma meira inn á síðuna? Svona hvað þú ert að brasa í heiminu? T.d. Vínarfrétt við tækifæri?

Þórunn Gréta said...

Til hamingju með innkomuna... segir maður það ekki annars??? Eða inntökuna kannski. Eða innkökuna, það minnir á nammi og þessi skóli er örugglega algjört nammi.