Vá, það er alveg yndislega mannskemmandi að vera í mánaðarfríi svona um miðjan vetur. Þetta er búið að vera alveg fínasta gaman. Fyrst að túrhestast með Ragga og svo komu mamms og pabbs og við fórum til Þriggjalandahorns eins og held að mín ágæta systir hafi orðað það - semsagt hornið af Austurríki sem mætir Slóveníu og Ungverjalandi - þar hjóluðum við alveg eins og við ættum lífið að leysa
upp og niður hóla og hæðir prýddum eplatrjám og vínberjaökrum. Mjög, mjög fallegt, og þar sem það var frost allan tímann sem við vorum þarna þá vorum við alltaf vel dúðuð. Stórir fatavöndlar á hjólum. Ég held að við höfum algjörlega gefið innfæddum eitthvað að tala um meðan við dvöldum þarna. Það var starað á okkur hvar sem við fórum, eins og við værum eitthvað afskaplega undarleg.... eða kannski er bara ekkert dónalegt að glápa á skringlilega útlendinga í þessu landi.. :P
Jæja, svo fórum við m & p til Graz og eyddum þar frábærum tíma. Þetta er alveg æðislega falleg borg og rosa menningarleg. Ég held að mér hafi þótt skemmtilegast (af mörgu góðu) spunaleikrit - 4 fólk sem spunnu áfram og áfram nýjar senur, oft með hjálp áhorfenda. Rosa flott (:
Svo aftur til Vínar og litlu blómanna minna, sem hafði ekki orðið meint af að hafa engan til að hugsa um sig í 8 daga sem betur fer.
Við m & p sáum Hollendinginn fljúgandi eftir Wagner, vissulega er hann þá ekki alveg byrjaður að missa sig í því sem hann seinna kallaði "gesamtkunstwerk" eða heilstætt listaverk, og verkið er þolanlega langt án pásu, en ég verð bara að segja að mér líkaði þetta bara mjög vel. Fór einu sinni með Ragga og svo aftur með þeim og já, ég var bara verulega hrifin (og kannski svoldið hissa hvað ég var hrifin...), kannski verð ég bara að fara að steypa mér í að hlusta á Tristan og Isold og Niflungahringinn og eitthvað. Verð þá samt að redda rassnudditæki svo maður þoli að sitja svona lengi (:
Annað frábært sem við fórum á var Flamenco sýning - GEÐSÝKISLEGA FLOTT! Takturinn! Hreyfingarnar! Glíp! þetta var bara alveg ótrúlega rosalega magnað.
Hengdi upp gler"kristalla" - skorið gler - í svefnherbergisgluggann minn og nú vakna ég á morgnana við regnbogalitaðar diskódoppur - algjört æði og mæli með þessu (:
Allir hressir í Vín (:
Thursday, February 28, 2008
Thursday, February 7, 2008
Raggi í heimsókn - Bratislava - Tina
Jæja, það er búið að vera mikið að gera frá því í febrúarbyrjun. Raggi kom 30. jan og síðan þá er við búin að vera alveg rosalega dugleg við að fita pyngjur túristaveiðistaða Vínarborgar. Við erum búin að skoða vetrar- og sumarhallir Habsborgaranna, fjársjóðshirlur þeirra, dýragarðinn þeirra, húsgagnageymsluna þeirra, matarstellin þeirra.....ég er hrædd um að þessi konungsfjölskylda beri stórlega ábyrgð á fækkun fíla og mahogany trjáa í heiminum. Þetta er alveg rosalegt! Maður getur bara tekið inn svo og svo margar gyllingar og ofurskraut á einum degi svo þetta er búið að taka sinn tíma.
Í gær fórum við hins vegar til Bratislava í Slóvakíu með Tinu, rosa sætu dönsku vinkonu minni. Maður er bara klst að fara þangað og það kostar bara 14 Eu fram og til baka þannig að okkur fannst þetta geðveikt góð hugmynd.
Jæja, það var allavegna mikið ævintýri. Einkennisorð dagsins og Bratislava er "SKRÍTIÐ" eða furðulegt eða undarlegt eða eitthvað svoleiðis. Við byrjuðum á því að reyna að finna nýja óperuhúsið þeirra því um kvöldið átti að sýna Turandot (Puccini - að mestu) og við vildum tryggja okkur miða. Óperuhúsið er sem er statt á miðju vinnusvæði, húsið við hliðina á því var að hruni komið, og það ber ekkert á því og það er ekki merkt eða skilti eða neitt sem benda á það, þannig að við vorum smá stund að finna það, leit út alveg eins og skrifstofuhúsnæði. Ok svo þræddum við okkur í gegnum miðbæinn sem er rosa lítill en mjög skemmtilegur og með
fullt af fallegum gömlum húsum og reyndar sumum sem þarf að fara að lappa upp á. Mjög skreytt og spes. Svo var komið að því að koma okkur upp í kastalann (Hron á slóvensku) og löbbuðum upp og upp og upp og villtumst smá. Þessi kastali var meira virki en kastali, ekki svona höll. semsagt svona húsakassi með opi í miðjunni. Allt leit rosa vel utan frá, kastalinn gamall og svona en samt í góðu ástandi, samt bar svoldið á svona öðrum byggingareinkennum - auka glugga eða hálfmáðu dóti eða hliðum sem opnast ekki lengur út á vegi heldur fram af vegg. Jæja, inni í miðjunni fór allt að verða mjög skrítið, leit næstum út eins og skrifstofuhúsnæði þar, risastórir glergluggar með nýtískuljósum blöstu við, og emm...ekkert fólk. Við vorum rosa eitthvað ein. Svo fundum við loksins eitthvað sem virtist vera inngangur. Þar sat sofandi mjög spes kona (hvað get ég sagt, mikið máluð, í sérstökum fötum með langar neglur slípaðar í klær) hún rumskaði þegar við komum inn. Ég spurði hvort við gætum keypt miða hjá henni. Þá byrjaði eitthvað að gerast við munninn á konunni og hún reyndi að stama því út milli niðurkæfðra hlátursgusa að við þyrftum að kaupa miða annarsstaðar. Hún var samt ekkert rosa sleip í þýsku og svo hló hún svo mikið að hún átti erfitt með að gera sig skiljanlega. Á endanum vorum ég og Tina komnar í illilegt hláturskast með henni og Raggi (sem varð alltaf vandræðalegri og vandræðalegri eftir því sem flissið jóxt) flúinn út úr húsinu. Engin skilti voru til staðar sem sögðu nokkuð um hvar ætti að kaupa miða en við fundum það loksins og fórum að skoða safnið. Dót frá steinöld og eitthvað. Virðist vera eins og það sé búið að vera mikið að gerast á þessu svæði alveg síðan þá og sumsstaðar má sjá eitthvað frá mismundandi tímum því fólk hefur kannski ekki viljað eiðileggja þetta gamla heldur bara brætt það saman við eitthvað annað og þannig hefur þetta gengið svoldið lengi lengi. Jæja, safnið var fínt en á slóvensku og mikið að dótinu var ekkert merkt - ekki einu sinni á slóvensku. Eftir þetta ætluðum við að skoða garðinn sem átti að hafa bæst við á barrokk tímanum og teikningar af honum á safninu voru mjög skrautlegar. Þar var auðvitað bara grænt tún (sjá mynd af Tinu að óskapast). Frá kastalaveggnum var útsýnið mjög misgott. Gamli bærinn blasti við í samblandi af niðurnýslu og fegurð en hinu megin við Dóná (Dúnaj) er blokkaskógur, ekki grænn blettur í sjónmáli og yfirleitt mín hugmynd að helvíti á jörð. Jæja, svo löbbuðum við meira um og skoðuðum niðrí bænum og allt var nokkuð eðlilegt þangað til við fórum að fá okkur kvöldmat. Staðurinn var ítalskur, eða með ítalskan mat, skreyttur upp á slóvenskan máta með myndum af sígaunum og allskonar sveitadóti og það besta var þegar gamall maður tók sig til og fór að spila á arabískt hljóðfæri sem stóð í einu horninu (einhverskonar píanó en það er slegið á strengina með hömrum sem haldið er á).
Svo var það óperan. Söngvararnir voru flestir mjög góðir, búningarnir góðir, hlerarnir í gólfinu góðir, dansararnir góðir, skuggamyndirnar góðar, húsin sem ýmist var ýtt eða flugu upp af sviðinu góð, blásararnir í sviðsvængnum
góðir... osfrv. semsagt, leikstjórinn eða einhver hefur algerlega misst sig í nýja húsinu og gert ALLT sem hægt var að gera þar. Maður hafði sjaldnast tíma til að horfa á söngvarana sem vorum bara fínir leikarar því það var bara allt of mikið að gerast.
Jæja. Svona var nú það, myndirnar eru semsagt frá mér og Ragga að leika okkur og síðarn frá Bratislava ferðinni góðu (:
Í gær fórum við hins vegar til Bratislava í Slóvakíu með Tinu, rosa sætu dönsku vinkonu minni. Maður er bara klst að fara þangað og það kostar bara 14 Eu fram og til baka þannig að okkur fannst þetta geðveikt góð hugmynd.
Jæja, það var allavegna mikið ævintýri. Einkennisorð dagsins og Bratislava er "SKRÍTIÐ" eða furðulegt eða undarlegt eða eitthvað svoleiðis. Við byrjuðum á því að reyna að finna nýja óperuhúsið þeirra því um kvöldið átti að sýna Turandot (Puccini - að mestu) og við vildum tryggja okkur miða. Óperuhúsið er sem er statt á miðju vinnusvæði, húsið við hliðina á því var að hruni komið, og það ber ekkert á því og það er ekki merkt eða skilti eða neitt sem benda á það, þannig að við vorum smá stund að finna það, leit út alveg eins og skrifstofuhúsnæði. Ok svo þræddum við okkur í gegnum miðbæinn sem er rosa lítill en mjög skemmtilegur og með
fullt af fallegum gömlum húsum og reyndar sumum sem þarf að fara að lappa upp á. Mjög skreytt og spes. Svo var komið að því að koma okkur upp í kastalann (Hron á slóvensku) og löbbuðum upp og upp og upp og villtumst smá. Þessi kastali var meira virki en kastali, ekki svona höll. semsagt svona húsakassi með opi í miðjunni. Allt leit rosa vel utan frá, kastalinn gamall og svona en samt í góðu ástandi, samt bar svoldið á svona öðrum byggingareinkennum - auka glugga eða hálfmáðu dóti eða hliðum sem opnast ekki lengur út á vegi heldur fram af vegg. Jæja, inni í miðjunni fór allt að verða mjög skrítið, leit næstum út eins og skrifstofuhúsnæði þar, risastórir glergluggar með nýtískuljósum blöstu við, og emm...ekkert fólk. Við vorum rosa eitthvað ein. Svo fundum við loksins eitthvað sem virtist vera inngangur. Þar sat sofandi mjög spes kona (hvað get ég sagt, mikið máluð, í sérstökum fötum með langar neglur slípaðar í klær) hún rumskaði þegar við komum inn. Ég spurði hvort við gætum keypt miða hjá henni. Þá byrjaði eitthvað að gerast við munninn á konunni og hún reyndi að stama því út milli niðurkæfðra hlátursgusa að við þyrftum að kaupa miða annarsstaðar. Hún var samt ekkert rosa sleip í þýsku og svo hló hún svo mikið að hún átti erfitt með að gera sig skiljanlega. Á endanum vorum ég og Tina komnar í illilegt hláturskast með henni og Raggi (sem varð alltaf vandræðalegri og vandræðalegri eftir því sem flissið jóxt) flúinn út úr húsinu. Engin skilti voru til staðar sem sögðu nokkuð um hvar ætti að kaupa miða en við fundum það loksins og fórum að skoða safnið. Dót frá steinöld og eitthvað. Virðist vera eins og það sé búið að vera mikið að gerast á þessu svæði alveg síðan þá og sumsstaðar má sjá eitthvað frá mismundandi tímum því fólk hefur kannski ekki viljað eiðileggja þetta gamla heldur bara brætt það saman við eitthvað annað og þannig hefur þetta gengið svoldið lengi lengi. Jæja, safnið var fínt en á slóvensku og mikið að dótinu var ekkert merkt - ekki einu sinni á slóvensku. Eftir þetta ætluðum við að skoða garðinn sem átti að hafa bæst við á barrokk tímanum og teikningar af honum á safninu voru mjög skrautlegar. Þar var auðvitað bara grænt tún (sjá mynd af Tinu að óskapast). Frá kastalaveggnum var útsýnið mjög misgott. Gamli bærinn blasti við í samblandi af niðurnýslu og fegurð en hinu megin við Dóná (Dúnaj) er blokkaskógur, ekki grænn blettur í sjónmáli og yfirleitt mín hugmynd að helvíti á jörð. Jæja, svo löbbuðum við meira um og skoðuðum niðrí bænum og allt var nokkuð eðlilegt þangað til við fórum að fá okkur kvöldmat. Staðurinn var ítalskur, eða með ítalskan mat, skreyttur upp á slóvenskan máta með myndum af sígaunum og allskonar sveitadóti og það besta var þegar gamall maður tók sig til og fór að spila á arabískt hljóðfæri sem stóð í einu horninu (einhverskonar píanó en það er slegið á strengina með hömrum sem haldið er á).
Svo var það óperan. Söngvararnir voru flestir mjög góðir, búningarnir góðir, hlerarnir í gólfinu góðir, dansararnir góðir, skuggamyndirnar góðar, húsin sem ýmist var ýtt eða flugu upp af sviðinu góð, blásararnir í sviðsvængnum
góðir... osfrv. semsagt, leikstjórinn eða einhver hefur algerlega misst sig í nýja húsinu og gert ALLT sem hægt var að gera þar. Maður hafði sjaldnast tíma til að horfa á söngvarana sem vorum bara fínir leikarar því það var bara allt of mikið að gerast.
Jæja. Svona var nú það, myndirnar eru semsagt frá mér og Ragga að leika okkur og síðarn frá Bratislava ferðinni góðu (:
Subscribe to:
Posts (Atom)