Vá, það er alveg yndislega mannskemmandi að vera í mánaðarfríi svona um miðjan vetur. Þetta er búið að vera alveg fínasta gaman. Fyrst að túrhestast með Ragga og svo komu mamms og pabbs og við fórum til Þriggjalandahorns eins og held að mín ágæta systir hafi orðað það - semsagt hornið af Austurríki sem mætir Slóveníu og Ungverjalandi - þar hjóluðum við alveg eins og við ættum lífið að leysa
upp og niður hóla og hæðir prýddum eplatrjám og vínberjaökrum. Mjög, mjög fallegt, og þar sem það var frost allan tímann sem við vorum þarna þá vorum við alltaf vel dúðuð. Stórir fatavöndlar á hjólum. Ég held að við höfum algjörlega gefið innfæddum eitthvað að tala um meðan við dvöldum þarna. Það var starað á okkur hvar sem við fórum, eins og við værum eitthvað afskaplega undarleg.... eða kannski er bara ekkert dónalegt að glápa á skringlilega útlendinga í þessu landi.. :P
Jæja, svo fórum við m & p til Graz og eyddum þar frábærum tíma. Þetta er alveg æðislega falleg borg og rosa menningarleg. Ég held að mér hafi þótt skemmtilegast (af mörgu góðu) spunaleikrit - 4 fólk sem spunnu áfram og áfram nýjar senur, oft með hjálp áhorfenda. Rosa flott (:
Svo aftur til Vínar og litlu blómanna minna, sem hafði ekki orðið meint af að hafa engan til að hugsa um sig í 8 daga sem betur fer.
Við m & p sáum Hollendinginn fljúgandi eftir Wagner, vissulega er hann þá ekki alveg byrjaður að missa sig í því sem hann seinna kallaði "gesamtkunstwerk" eða heilstætt listaverk, og verkið er þolanlega langt án pásu, en ég verð bara að segja að mér líkaði þetta bara mjög vel. Fór einu sinni með Ragga og svo aftur með þeim og já, ég var bara verulega hrifin (og kannski svoldið hissa hvað ég var hrifin...), kannski verð ég bara að fara að steypa mér í að hlusta á Tristan og Isold og Niflungahringinn og eitthvað. Verð þá samt að redda rassnudditæki svo maður þoli að sitja svona lengi (:
Annað frábært sem við fórum á var Flamenco sýning - GEÐSÝKISLEGA FLOTT! Takturinn! Hreyfingarnar! Glíp! þetta var bara alveg ótrúlega rosalega magnað.
Hengdi upp gler"kristalla" - skorið gler - í svefnherbergisgluggann minn og nú vakna ég á morgnana við regnbogalitaðar diskódoppur - algjört æði og mæli með þessu (:
Allir hressir í Vín (:
Thursday, February 28, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Virkar ekki með plast :(. EN ég átti náttla líka gler á lager hehe... og það virkar fínt ;).
Mússí, mú!
Það er svo mikill föstudagur í mér að ég nenni ekki að kommenta e-ð gáfulegt núna. Vildi bara láta vita að ég var í heimsókn. Ég skrifa e-ð fallegt komment eftir helgina.
Ég hefði ekki búist við neinu minna af þér elsku Theó (:
Já, ég heimta bara falleg og gáfuleg komment á þessari bloggsíðu! Hahahhaha
Nú er komið fram undir næstu helgi og ég enn ekki búin að skrifa fallegt og gáfulegt komment.
En þú sérð samt að ég kíki reglulega við og ég vona að það ylji þér um hjartaræturnar....
....alla vega fram yfir komandi helgi.
Post a Comment