Saturday, March 15, 2008
Voooooooooooor
Ok, ég held að ég geti verið búin að uppgötva uppáhalds árstímann minn í Vín. Það er ekki of heitt ennþá, svona þægilegar 10 gr eða svo, og allt er að springa svo yndislega út. Tré með hvítum, bleikum og gulum blómum, að ég tali nú ekki um páskaliljur, krókusa, túlípana og allt það. Rosa gaman að vera úti... ef maður bara hefði tíma.... Manni tekst alltaf einhvern veginn að koma sér í einhvern helling af verkefnum og skemmtilegheitum. Merkilegt líka hvað það tekur óhugglega langan
að læra atonal nútímaverk, og því miður er þolinmæði ekki alveg mín sterkasta hlið... Jæja, á mánudasgmorguninn verður haldið í páskafrí til Agnesar og Einars í Hamborg þar sem íslensk páksaegg bíða (: Namm, namm! Takk mamma og pabbi!
Annað, mæli með að þið ykkar sem ekki eruð búin að sjá Sweeney Todd í bíó geri það. Mjög hressandi og skemmtilegt. Líka gaman að sjá hvað myndin er lík uppsetningu Íslensku Óperunnar. Söngurinn bara svoldið annar en mér finnst bæði koma rosa vel út.
Já! og aðrar rosa merkilegar fréttir! BINGÓ sem Leikfélag Kópavogs og Hugleikur settu upp í sameiningu síðasta vor var valið til að fara á Leiklistarhátíð í Riga í Lettlandi 1.-5. ágúst. Það verður frábært að fá að sýna þetta aftur þar sem leikhúsið okkar var rifið eftir nokkrar sýningar þarna um vorið. En þetta verður semsé alveg frábært og mikið skemmtilegt.
Aðrar "merkilegar" fréttir: Hahahh! Ég er allt í einu komin með svo langar neglur að ég ætla að fjárfesta í rauðu naglalakki (;
Monday, March 3, 2008
Hvítir hrafnar...
.... eru jú, vissulega sjaldséðir, en greinilega ekki alveg ósjáanlegir (:
http://www.faroenature.net/gallery/displayimage.php?pos=-4477
Sýnist á öllu að þetta sé færeysk síða.
http://www.faroenature.net/gallery/displayimage.php?pos=-4477
Sýnist á öllu að þetta sé færeysk síða.
Subscribe to:
Posts (Atom)