Saturday, March 15, 2008

Voooooooooooor






Ok, ég held að ég geti verið búin að uppgötva uppáhalds árstímann minn í Vín. Það er ekki of heitt ennþá, svona þægilegar 10 gr eða svo, og allt er að springa svo yndislega út. Tré með hvítum, bleikum og gulum blómum, að ég tali nú ekki um páskaliljur, krókusa, túlípana og allt það. Rosa gaman að vera úti... ef maður bara hefði tíma.... Manni tekst alltaf einhvern veginn að koma sér í einhvern helling af verkefnum og skemmtilegheitum. Merkilegt líka hvað það tekur óhugglega langan 
að læra atonal nútímaverk, og því miður er þolinmæði ekki alveg mín sterkasta hlið... Jæja, á mánudasgmorguninn verður haldið í páskafrí til Agnesar og Einars í Hamborg þar sem íslensk páksaegg bíða (:  Namm, namm! Takk mamma og pabbi!
Annað, mæli með að þið ykkar sem ekki eruð búin að sjá Sweeney Todd í bíó geri það. Mjög hressandi og skemmtilegt. Líka gaman að sjá hvað myndin er lík uppsetningu Íslensku Óperunnar. Söngurinn bara svoldið annar en mér finnst bæði koma rosa vel út.
Já! og aðrar rosa merkilegar fréttir! BINGÓ sem Leikfélag Kópavogs og Hugleikur settu upp í sameiningu síðasta vor var valið til að fara á Leiklistarhátíð í Riga í Lettlandi 1.-5. ágúst. Það verður frábært að fá að sýna þetta aftur þar sem leikhúsið okkar var rifið eftir nokkrar sýningar þarna um vorið. En þetta verður semsé alveg frábært og mikið skemmtilegt.
Aðrar "merkilegar" fréttir: Hahahh! Ég er allt í einu komin með svo langar neglur að ég ætla að fjárfesta í rauðu naglalakki (;

6 comments:

Sigridur Dora said...

Það er aldeilis komið vor hjá þér Erla, flottar myndir:) Hér á Egilsstöðum er kannski ekki alveg komið vor en ég er samt í miklu vorskapi í dag enda frábært veður, sól, logn og við frostmark - snjórinn bráðnar í sólinni... semsagt geggjað útiveður:)
Þú með langar neglur, nei Erla því trúi ég ekki fyrr en ég sé það með berum augum!
Bestu kveðjur til þin Erla mín og gleðilega páska:) Hafðu það gott yfir hátíðirnar hjá stóru systir.
Dóra

Erls said...

Hæ Dórsan mín! Hvað er að frétta? Eru þið komin með húsnæði? Hvernig verður framtíðin svona á næstunni? (:
Ha! Ég skal bara setja inn mynd næst af mínum ofur-rauðu nöglum, ætla að kaupa mér naglalakk í fríhöfninni snemma í fyrramálið.

Philip Vogler said...

Vissulega var flott að sjá blómin en ég vil líka fá að sjá mynd af nöglunum! Það er erfitt að toppa blómin við vor í Vín en ég segi eins og Sigga Dóra að það er einnig erfitt að toppa svo bjartan, kyrran dag sem þennan sunnudag þegar öll jörðin á Héraði er mjallahvít og sólin skín og skín.
- Philip pabbi

Sigridur Dora said...

Allt fínt að frétta hjá mér en við erum ekki enn komin með húsnæði en erum hins vegar búin að finna draumahúsið og ætlum að bjóða í það á næstunni. Gerum samt ekki ráð fyrir að koma okkur fyrir fyrr en í sumar enda þurfum við aðeins að vinna meira fyrir útborgun, þessi blessaði fasteignamarkaður er ekki alveg að gera sig... nema kannski fyrir forstjóra stór fyrirtækja o.s.frv. Búum bara í góðu yfirlæti hjá "gamla" liðinu á meðan. Planið er því bara að vinna, vinna og vinna fram að sumrinu og svo sjáum við til með framhaldið. Í vikunni er ferðinni hins vegar heitið suður í fermingu til Gunnu frænku og þar efa ég ekki að páskafjörið verði...:)
Ég hlakka til að sjá mynd af fínu og löngu nöglunum þínum;)
Kv. Dóra

Karolina said...

hæ hæ skvísa :D
Mikið rosalega er flott þarna úti og mikið eru þetta flottar myndir hjá þér - alltaf svo listræn :)
Já vorið er æði pæði og mig hlakkar voðalega mikið þegar það kemur hingað á klakann :)
Ég er komin á héraðið í páskafrí og það er algjört æði - var búin að hlakka til í marga daga að komast heim þegar ég var fyrir norðan....og varð sko aldeilis ekki fyrir vonbrigðum.
Hvenær í sumar kemurður aftur á Íslandið góða?
Kveðja
Karó sparó

Steinrún Ótta said...

Vor....mmmmmmm.....
Gleðilega Páska til ykkar í Hamborg. Knúsaðu Gorminn minn frá mér fyrst ég fæ ekki að sjá hann um páskana!