Monday, May 5, 2008

Einskær fegurð



Haha!!! Sumir hafa eflaust verið byrjaðir að halda að ég hefði verið að gantast þegar ég montaði mig af löngum nöglum og fögru naglalakki! Nú er ég búin að safna aftur og setja upp rauða litinn... Svo skemmtilega vildi samt til að þar sem ég sat við eldhúsborðið og var að ljúka við verkið missi ég bölvað lakkið niður á nýju gallabuxurnar mínar. Já, lengi minnist ég þeirra fleygu orða sem stóra systir mælti þegar ég var lítil, og vildi ekki láta mála mig í framan - "Beauty is pain". Mikið rétt....og hún er dýr líka...
Jæja, hin myndin er af fallegasta tré sem ég veit um þessa dagana og stendur fyrir framan skólann.