Monday, May 5, 2008

Einskær fegurð



Haha!!! Sumir hafa eflaust verið byrjaðir að halda að ég hefði verið að gantast þegar ég montaði mig af löngum nöglum og fögru naglalakki! Nú er ég búin að safna aftur og setja upp rauða litinn... Svo skemmtilega vildi samt til að þar sem ég sat við eldhúsborðið og var að ljúka við verkið missi ég bölvað lakkið niður á nýju gallabuxurnar mínar. Já, lengi minnist ég þeirra fleygu orða sem stóra systir mælti þegar ég var lítil, og vildi ekki láta mála mig í framan - "Beauty is pain". Mikið rétt....og hún er dýr líka...
Jæja, hin myndin er af fallegasta tré sem ég veit um þessa dagana og stendur fyrir framan skólann.

6 comments:

Philip Vogler said...

Titillinn virðist eiga vel við bæði um tréð og höndina. Ég held að við mamma höfum staðið við hliðina á trénu í veikri febrúarsól og séð svartþröst í því. Ekki datt mér í hug að það yrði þetta gífurlega fallegt. Um höndina vissi ég þó alltaf!
- Pabbi

Anonymous said...

Vá hvað þú ert elegant eitthvað ;).

AgnesVogler said...

Þetta eru nú ekki mín orð þó ég hafi auðvitað notað þau óspart til að hrella til systir kær : ) En nú verðurðu sem sagt að kaupa þér nýjar buxur? En leiðinglegt...

Sigridur Dora said...

Noh loksins kom mynd af nöglunum, var farin að halda að þú ætlaðir þér bara að gleyma þessu þar sem þú værir búin að missa þig í naginu. Rosa smart:) Tillykke segi ég bara...

Steinrún Ótta said...

Ó en smartar neglur og fallegt tré!
Ég var einmitt að klippa mínar löööngu og fallegu neglur í gær af illri nauðsyn, ég var hætt að getað pikkað rétt á tölvuna.

En ég safna aftur fyrir sumarfrí!

Kossar og kram,
Sósa

Erla Dóra Vogler said...

Eins gaman og mér finnst að kaupa föt þá eru buxur einhvern veginn ekki í þeim flokki. Ég held að það sé vandræðarassinn (: Veistu Dóra að nú er ég búin að vera án naglanags í 7 mánuði! Já, það getur verið gaman að vera skvísuleg en þegar það er farið að hamla daglegum störfum þá er kominn tími til að klippa.