Wednesday, August 1, 2007
Straumandarséns
Síðast þegar ég var í fríi - um miðjan júlí - fékk ég Margréti vinkonu með að Eyvindará. Þar stríplaðist ég og hún tók myndir, og vídeó, af því þegar ég loksins fékk mig út í kaaaaaaaaaaaaaalt vatnið. Eftir svoldla stund kom svo nærri okkur straumandarmamma með ungann sinn. Unginn var forvitin krúsíbolla og fór að spjalla eitthvað heilmikið við okkur... við skildum auðvitað ekki tístið en höfðum einstaklega gaman af litlu fiðurbollunni sem skreiðst yfir steinana í kringum okkur og synti um alveg hjá okkur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Mér verður kalt bara af að horfa á þig kona! Ertu að reyna að komast í þarna Antarticu-klúbbinn með hinum brjáluðu jarðfræðingunum???
Ef straumondin getur tetta ta getur Erla tad lika.... Annad hvort tad eda lungnabolga er astaedan fyrir ad hun hefur ekki skrifad sidan 1. ag.....
Post a Comment