Friday, August 17, 2007

Askepott

Vinir og samstarfsfélagar eru alveg yndislegt fyrirbæri. Sérstaklega ef hægt er að sameina þetta í sömu persónunni. Nú er ég t.d. að vinna með alveg frábærri norskri dömu. Hún var meira að segja svo frábær að gefa mér eintakið sitt af jólamynd þessara norrænu þjóðar - "Tre nötter til Askepott". Myndin eldgömul, búningarnir stórfyndnir og framúrsæknir jafnvel þó þeir sæust á sviði í dag, og til að toppa allt er tékkneskan öll dobbluð af einum karli, sem reynir að kven- og karlgera röddina til skiptis. Alveg frábært... og hulstrið af disknum er bleikt (:
Semsagt - jólamyndin í ár. Alltaf gott að skipuleggja fram í tímann.

No comments: