Friday, September 21, 2007

Út í lönd

Jæja, þá er komið að því að taka föggur sínar og hverfa af fögru landi ísa o.s.frv.
Vissulega á ég ekki alveg strax eftir að sakna kuldagaddsins uppi á fjöllum en fólkið og fjöllin... já, þeirra verður vissulega saknað.
Upp frá þessu ætla ég að taka mig á í bloggmálum og reyna að halda þessari bloggsíðu eitthvað uppi, þó ekki sé nema fyrir mömmu og pabba og Agnesi (:

12 comments:

Helga mamma said...

Takk fyrir að blogga fyrir mig o.fl. Hlakka til að fylgjast með næstu dögum í Vín. Mams

Helga mamma said...

takk fyrir að blogga. Hlakka til að fylgjast með þér í Vín. Mams

Helga mamma said...

Eins og þið sjáið þá lenti ég í vandræðum með að (b)logga mig inn! mams - óreyndur (b)loggari

AgnesVogler said...

hæ perl. reyndi að senda þér sms, en frétti svo hjá mömmu að þú værir ekki búin að skipta um símkort ennþá. drífðu í því svo það verði ódýrara fyrir mig að hringja í þig : )

harpa said...

-og hörpu!

Þorbjörn said...

Gaman að uppgötva þetta blogg. Mun fylgjast með verðandi stórstjörnunni.

Steinrún Ótta said...

Vei, vei....
Vona að þú verðir dugleg að blogga kona góð. Ég mun "kikka" hér inn daglega.....svo enga leti!

Kyz&knúz

AgnesVogler said...

Kallarðu þetta að taka þig á?!?!?
; )

Unknown said...

haha þú ert verri en ég :)

Karolina said...

HÆ skvís - gaman að finna þig hérna :D Ég á nú eftir að verða tíður gestur hérna inn til þess að fygljast með hvað þú ert að bralla þarna úti. Aldrei að vita nema maður komi í heimsókn :D

Steinrún Ótta said...

Ertu að gera at í okkur Erla? Ég kíki hér inn á hverjum degi í von um smá líf.....BUT NO!
Ertu kannski ekkert í Vín? Þú ert sennilega enn í tjaldi upp á Kárahnjúkum að skoða jarðlög og lesa Terry Pratchett, netlaus og símalaus. Það er a.m.k. eina rökrétta ástæðan sem ég get hugsað upp fyrir þessu bloggleysi!

Erla Dóra Vogler said...

Sorry elsku Steinrun!
Velkomin, Karo!
Hvernig lidur, Harpa!