Sunday, December 23, 2007

Jólajólajól!!!

Hvað er betra en að koma heim til sín á jólunum... vera með fuglinum og fólkinu sem maður elskar mest af öllum í heiminum, hitta gamla vini, þrífa, baka, sofa, borða, borða, borða, höggva jólatré, vandræðast með jólaseríur, fara í piparkökuhúsakeppni, hlakka til að sjá viðbrögðin við vel völdu gjöfunum... ég held að það sé fátt í heiminum sem gleður mig meira en þessi tími. Ekki skemmir heldur fyrir að í nótt byrjaði að snjóa og garðurinn er búinn að breytast í frábærasta ævintýraland (:
Ég óska öllum nær og fjær alveg yndislegra og gleðilegra jóla í faðmi fjölskyldna.
Sjáumst hress á nýja árinu!!!

Saturday, December 8, 2007

Onegin - La clemenza di Tito

Jæja, eins og svo oft vill gerast fyrir jólin verður allt brjálað (:
Í haust var ég í hóp í skólanum sem var að vinna í að setja upp Eugene Onegin (Tchaikovsky) undir stjórn Dainu sem er að læra að verða óperuleikstjóri. Það var aðeins of lítið um tónlistaræfingar og þess vegna dró aðalsöngkonan sig út í síðustu viku, þannig að við stefnum á að setja hann upp á næstu haustönn í staðinn. Í sömu viku var verið að leita að fleiri Annio-um fyrir La clemenza di Tito (Mozart). Sem er smá undarlegt þar sem þeim hefur vantað annan Annio frá því að kastað var í hlutverk um miðjan október.... Allavegana erum við núna 3 ungar stúlkur sem leikum buxnahlutverkið Annio. Sviðsæfingar hófust svo í þessari viku og standa frá 10 eða 11 á morgnana til 18 og 19 á kvöldin...sem skilur lítinn tíma eftir til að læra blessað hlutverkið fyrir þá sem komu svona seint inn í uppsetninguna. Svo er allt náttúrulega voðalega dramatískt og skemmtilegt! Tónlistarstjórinn er svoldið sérvitur og erfitt að gera honum til hæfis og óperuleikstjórinn stendur fast á þeirri meiningu að hann sé ekki að setja verkið upp við skóla heldur eins og í atvinnuleikhúsi. Það er því lítið um "kennslu" fyrir þá sem enga reynslu hafa af sviði, auk þess sem hann vinnur með negatífa orku...ummm, eða þannig... skammast þangað til hann fær eitthvað betra í stað þess að hrósa fyrir það sem vel er gert. Allavegana er þetta allt voða dramó og fólk að kvarta í skólastjórann, aðrir að hætta og í gær þurfti aðalsöngkonan að æla eftir að hann var búinn að jaska henni hún út á sviðinu í einn og hálfan tíma yfir hræðilega erfiðu aríunni hennar.
Jájájájá, svona er nú það. Í næstu viku verður unnið með aríurnar hans Annios og við ætlum sko ekki að vera látnir gera eitthvað sem við ráðum ekki við meðan við erum að syngja og hananú! Það er gaman að því að ég hef nú aldrei verið neitt kvenlegasta stúlka í heimi en svo virðist sem ég eigi allavegana nokkuð auðvelt með að leika karlmenn.... ég held ég eigi þessu að hluta til síðustu tveimur sumrum uppi á Eyjabökkum að þakka. Maður reynir einhvernveginn ósjálfrátt að falla í hópinn og ég virðist allavegana hafa pikkað upp einhverja mann-takta sem virka ágætlega á sviði (:
Allavegana - laugardagar til lærdóms!
Dóra, mig dreymdi þig í nótt, einhver svona hasar draumur, er ekki örugglega allt í lagi? (: