Saturday, December 8, 2007

Onegin - La clemenza di Tito

Jæja, eins og svo oft vill gerast fyrir jólin verður allt brjálað (:
Í haust var ég í hóp í skólanum sem var að vinna í að setja upp Eugene Onegin (Tchaikovsky) undir stjórn Dainu sem er að læra að verða óperuleikstjóri. Það var aðeins of lítið um tónlistaræfingar og þess vegna dró aðalsöngkonan sig út í síðustu viku, þannig að við stefnum á að setja hann upp á næstu haustönn í staðinn. Í sömu viku var verið að leita að fleiri Annio-um fyrir La clemenza di Tito (Mozart). Sem er smá undarlegt þar sem þeim hefur vantað annan Annio frá því að kastað var í hlutverk um miðjan október.... Allavegana erum við núna 3 ungar stúlkur sem leikum buxnahlutverkið Annio. Sviðsæfingar hófust svo í þessari viku og standa frá 10 eða 11 á morgnana til 18 og 19 á kvöldin...sem skilur lítinn tíma eftir til að læra blessað hlutverkið fyrir þá sem komu svona seint inn í uppsetninguna. Svo er allt náttúrulega voðalega dramatískt og skemmtilegt! Tónlistarstjórinn er svoldið sérvitur og erfitt að gera honum til hæfis og óperuleikstjórinn stendur fast á þeirri meiningu að hann sé ekki að setja verkið upp við skóla heldur eins og í atvinnuleikhúsi. Það er því lítið um "kennslu" fyrir þá sem enga reynslu hafa af sviði, auk þess sem hann vinnur með negatífa orku...ummm, eða þannig... skammast þangað til hann fær eitthvað betra í stað þess að hrósa fyrir það sem vel er gert. Allavegana er þetta allt voða dramó og fólk að kvarta í skólastjórann, aðrir að hætta og í gær þurfti aðalsöngkonan að æla eftir að hann var búinn að jaska henni hún út á sviðinu í einn og hálfan tíma yfir hræðilega erfiðu aríunni hennar.
Jájájájá, svona er nú það. Í næstu viku verður unnið með aríurnar hans Annios og við ætlum sko ekki að vera látnir gera eitthvað sem við ráðum ekki við meðan við erum að syngja og hananú! Það er gaman að því að ég hef nú aldrei verið neitt kvenlegasta stúlka í heimi en svo virðist sem ég eigi allavegana nokkuð auðvelt með að leika karlmenn.... ég held ég eigi þessu að hluta til síðustu tveimur sumrum uppi á Eyjabökkum að þakka. Maður reynir einhvernveginn ósjálfrátt að falla í hópinn og ég virðist allavegana hafa pikkað upp einhverja mann-takta sem virka ágætlega á sviði (:
Allavegana - laugardagar til lærdóms!
Dóra, mig dreymdi þig í nótt, einhver svona hasar draumur, er ekki örugglega allt í lagi? (:

6 comments:

Sigridur Dora said...

Jú jú Erla mín það er allt í lagi með mig, láttu ekki draumana rugla þig of mikið... Svoldið fyndið að mig dreymdi einmitt einhverja steypu í nótt og vaknaði eitthvað hálf ringluð! Draumar eru mögnuð og merkileg fyrirbæri. Hvenær kemurðu annars á Egilsstaði? Ég verð örugglega komin heim í lok næstu viku, í seinasta lagi mánudaginn 17. des:)

Erla Dóra Vogler said...

Ok, gott gott (:
Ég flýg alla leið frá Vín til Köben til Keflavíkur til Egilsstaða þann 20. des. Þetta er allt að styttast alveg merkilega mikið. Annars endaði dagurinn á alveg mjög áhrifaríkri innkaupaferð. Var rosa dugleg í jólagjafabransanum og svo náði ég meira að segja að kaupa mér 2nnar gallabuxur!!!

Philip Vogler said...

Það er gaman í blogginu hvað þér tekst að segja jákvætt frá erfiðleikum og vandamálum. Það er nánast eins og þau væru hreinasta skemmtun frá upphafi til enda! Það er kannski líka best að geta horft þannig á þau.
- Philip pabbi

Steinrún Ótta said...

Erla þú ert perla!
Alltaf gaman í Pollý-Önnu leik og þú ert sennilega sú sem spilar hann best!
Gaman að heyra að það er nóg að gera hjá þér, þá ætti þér ekki að leiðast.
En mikið verður gaman að fá að knúza þig um jólin.... við teljum niður!

Sigridur Dora said...

Þetta er að styttast ískyggilega mikið, vei vei... jólin eru að koma og ég flyt til Egilsstaða á morgun og þú að koma eftir rúma viku! Skrýtið! Ég er löngu búin að kaupa allar jólagjafir en það er hins vegar annað mál hvort að ég finni þær allar í kössunum, sem eru ekki ófáir. Hafðu það gott Erla mín þessa viku í Vín og svo sjáumst við yfir hátíðarnar, ég hlakka til:) Mín hinsta kveðja frá Akureyri.

Erla Dóra Vogler said...

Vá, já það er alltaf asnalegt að flytja og hugsa að maður komi aldrei aftur inn þar sem maður er búinn að eiga HEIMA. Velkomin aftur til Egilsstaða samt.
Ég geri mitt besta Steinkus en vá hvað ég verð fegin að sleppa frá þessum dóna heim til ykkar allra, ég hef bara aldrei vitað annað eins.