Sunday, December 23, 2007

Jólajólajól!!!

Hvað er betra en að koma heim til sín á jólunum... vera með fuglinum og fólkinu sem maður elskar mest af öllum í heiminum, hitta gamla vini, þrífa, baka, sofa, borða, borða, borða, höggva jólatré, vandræðast með jólaseríur, fara í piparkökuhúsakeppni, hlakka til að sjá viðbrögðin við vel völdu gjöfunum... ég held að það sé fátt í heiminum sem gleður mig meira en þessi tími. Ekki skemmir heldur fyrir að í nótt byrjaði að snjóa og garðurinn er búinn að breytast í frábærasta ævintýraland (:
Ég óska öllum nær og fjær alveg yndislegra og gleðilegra jóla í faðmi fjölskyldna.
Sjáumst hress á nýja árinu!!!

1 comment:

Steinrún Ótta said...

Sannarlega gaman að hitta þig um jólin þó það hefði mátt vera oftar og lengur í senn....en klárlega betra en ekkert!

Vertu svo dugleg að blogga ;o)