Sunday, April 6, 2008

Sjálfsskoðun...

Þið kannist sjálfsagt flest við þær stundir þegar maður spáir alvarlega í það hvort maður sé ekki örugglega alveg heill á geði. Áðan átti ég svona skemmtilegt moment þegar ég sat í sporvagninum. Ég hafði ekki tekið neitt með mér til að læra á leiðinni þannig að ég ákvað að fara yfir senu sem ég var að æfa í síðustu viku - svona syngja í huganum og sjá fyrir mér hreyfingarnar. Ég var alveg pottþétt með opin augun en ég var svo óskaplega týnd í  mínum hugarheimi að mér brá þegar, ég veit ekki hve mörgum mínútum seinna, ég tók eftir því að ég væri í 
sporvagni og var alveg nokkur sekbrot að átta mig á hvar ég væri eiginlega.
Svona er maður undarlegur og heilinn alltaf eitthvað að leika á mann, sérstaklega merkilegt að maður geti séð eitthvað í huganum svo skýrt að maður sér ekki lengur út um augun.... umm... hljómar svoldið óhuggulega.
Jæja, annars er skólinn byrjaður aftur eftir yndislegt páskafrí með Agnesi, Einari, Guðjóni Braga, Hörpu og Úlfi í Hamborg (og með Nóa páskaeggjum frá mömms, pabbs og píps) og svo komu Lions-systkini mín (Bert-belgi og Jana-tékki) í nokkra daga síðustu helgi. Mikið fjör og gaman með öllum. Í hamborg horfðum við á alla Næturvaktina og frasarnir eru alveg ótrúlega sterkt stimplaðir fremst í heilann á mér (Já, fínt, já sææææll). Annars er Bert er með eitthvað "thing" fyrir hótelum þannig að á sunnudagsmorguninn bauð hann mér í brönch á Hilton hótelinu niðri miðbæ. Já, nei, ekki að grínast. Ég veit ekki hví en mér leið eins og útsnýttu tissue þegar ég kom þarna inn - passaði sko ekki inn í þetta fínerí. En maturinn var að sjálfsögðu aaaaaafskaplega góður. Alveg nokkur risa hlaðborð og djassundirleikur og þjónar að snúast í kringum mann. Óþarfi að taka það fram að ég borðaði mér til óbóta. Eftir 3ggja tíma át ultum við svo yfir í næsta almenningsgarð og lágum á meltunni (;  Ég ætla aldrei aftur að gera sjálfri mér það að borða svona mikið!
Myndir af rauðum nöglum koma inn á næstunni. Ég var svo gáfuleg að gleyma myndavélinni minni (hemm... og símanum og buxunum mínum) í Hamborg þannig að Einar kemur með hana næstu helgi og í framhaldinu get ég svo afmyndast á alla kanta.

8 comments:

Steinrún Ótta said...

Já, alveg stórundarlegt hvað maður getur dottið inn í eigin hugsana-heim stundum.
Hlakka til að sjá myndir af rauðum nöglum, og kannski glitta í þig sjálfa líka. Fer að efast um að ég muni þekkja þig úti á götu, mér finnst svo langt síðan ég sá þig síðast.....nema ef þú myndir skella upp úr, ég þekki alltaf hláturinn þinn af löngu færi! ;o)

Annars panta ég að fá að borða á mig gat með þér ef ég heimsæki þig einhvern tíman á næstu árum til Vínar, sérstaklega á Hilton!
P.s. vertu dugleg að syngja!

Erla Dóra Vogler said...

Hahaha! Ég hef nú ekki snoðað á mér hausinn eða neitt. Er eiginlega bara alveg eins, hugsa ég... Ertu búin með möppuna? Hvernig gengur umsóknaferlið???
Ég reyni auðvitað að vera dugleg (;

Steinrún Ótta said...

Mappan komin til LHI, nú er þetta bara í þeirra höndum!
Danmörk fékk umsókn líka

Erla Dóra Vogler said...

Jei! Til hammingju með að vera búin að sækja um (;

Karolina said...

hæ hæ

Ég var að spá hvort það væri einhver möguleiki á að plata þig til þess að lesa yfir enska útdráttinn okkar í Bs ritgerðinni - við erum allar 3 frekar skrautlegar í þýðingum hehe...þ.e. ef þú hefur aðgang að tölvu og tíma :)

Karolina said...

og já - ef þú getur gert þetta fyrir okkur - sendu mér emil á andresdottir@gmail.com eða á facebook - skiptir ekki máli.....
Hlakka til að sjá framan í þig - hvenær sem það verður...:)

Steinþór said...

Hæ Erla

Rakst inn á þetta blogg fyrir mikla tilviljun...
Hvað syngur í þér..?
Nú get ég sest niður með popp og fylgst með ævintýrum þínum langt aftur í tímann.
Bið að heilsa öllum Vínarborg, kannski systir mín sé á leiðinni þangað og þá er ég víst skildugur til að kíkja í heimsókn.

Kv. Steinþór

Erla Dóra Vogler said...

Velkominn Steinþór kær og já, þú ert algjörlega skildugur til að kíkja í menningarborgina. Ég er hress og ég vona að poppið hafi ekki hrokkið illilega ofaní þig við lesturinn (;