Sunday, April 27, 2008

Sumar í nánd




Jæja nú er ég aðeins byrjuð að iða í skinninu eftir að komast heim. Byrjuð að dreyma heim á hverri nóttu og finna í líkamanum að ég á að vera þar... EN 2 mánuðir og svo er það heim. Get varla beðið (; En sem betur fer byrja æfingar á óperu í næstu viku sem sýnd verður í júní. Hún er mjög stutt þessi og bara fyrir mezzó og barritón, frá 1992, eftir Gottfried von Einem og heitir Prinzessin Traurichkeit (Prinsessa depurð/dapurleiki). Mjög fyndin lítil ópera og textinn er algjör snilld.
Annars er vikan búin að vera alveg ömurleg þar sem ég er búin að vera veik heima alla vikuna bara með hita og læti. Nú er þetta samt allt að koma og bara astminn vinur minn eftir. Þess vegna fór ég í danstímann í gær og það var geðveikt fjör. Vorum að æfa Ungverskan (sem mynnir mjög á 
spænskan dans) og Polka og valsa. Rosa gaman! Nema hvað, að á leiðinni heim stytti ég mér leið í gegnum lítinn garð hérna rétt hjá húsinu mínu og varð fyrir hálfgerðri dúfnaárás. Ég hlýt að hafa litið út eins og einhver sem gefur þeim reglulega eða eitthvað því allt í einu vara bara skýfall af dúfum. Þær veltust alveg hver um aðra fyrir fótunum á mér og flögruðu allt í kringum mig og tvær settust meira að segja á hausinn á mér. Þetta var óskaplega gaman en ég átti bara því miður ekkert handa vesalingunum, en þær ætluðu samt ekkert að láta það neitt á sig fá og eltu mig í gegnum allan garðinn. Ég þurfti að mjaka mér áfram til að koma fæti niður án þess að stífa á dúfukríli.
Síðasta helgi var alveg æðisleg. Einar mágur var hér á ráðstefnu vikuna þar á undan og svo kom Agnes á föstudagsdkvöldinu
og svið sprelluðum öll saman. Fórum t.d. í stóra tívolísvæðið hérna í Vín og út að borða og svona gaman. Hér eru með myndir af okkur að prófa tækin (:

Sunday, April 6, 2008

Sjálfsskoðun...

Þið kannist sjálfsagt flest við þær stundir þegar maður spáir alvarlega í það hvort maður sé ekki örugglega alveg heill á geði. Áðan átti ég svona skemmtilegt moment þegar ég sat í sporvagninum. Ég hafði ekki tekið neitt með mér til að læra á leiðinni þannig að ég ákvað að fara yfir senu sem ég var að æfa í síðustu viku - svona syngja í huganum og sjá fyrir mér hreyfingarnar. Ég var alveg pottþétt með opin augun en ég var svo óskaplega týnd í  mínum hugarheimi að mér brá þegar, ég veit ekki hve mörgum mínútum seinna, ég tók eftir því að ég væri í 
sporvagni og var alveg nokkur sekbrot að átta mig á hvar ég væri eiginlega.
Svona er maður undarlegur og heilinn alltaf eitthvað að leika á mann, sérstaklega merkilegt að maður geti séð eitthvað í huganum svo skýrt að maður sér ekki lengur út um augun.... umm... hljómar svoldið óhuggulega.
Jæja, annars er skólinn byrjaður aftur eftir yndislegt páskafrí með Agnesi, Einari, Guðjóni Braga, Hörpu og Úlfi í Hamborg (og með Nóa páskaeggjum frá mömms, pabbs og píps) og svo komu Lions-systkini mín (Bert-belgi og Jana-tékki) í nokkra daga síðustu helgi. Mikið fjör og gaman með öllum. Í hamborg horfðum við á alla Næturvaktina og frasarnir eru alveg ótrúlega sterkt stimplaðir fremst í heilann á mér (Já, fínt, já sææææll). Annars er Bert er með eitthvað "thing" fyrir hótelum þannig að á sunnudagsmorguninn bauð hann mér í brönch á Hilton hótelinu niðri miðbæ. Já, nei, ekki að grínast. Ég veit ekki hví en mér leið eins og útsnýttu tissue þegar ég kom þarna inn - passaði sko ekki inn í þetta fínerí. En maturinn var að sjálfsögðu aaaaaafskaplega góður. Alveg nokkur risa hlaðborð og djassundirleikur og þjónar að snúast í kringum mann. Óþarfi að taka það fram að ég borðaði mér til óbóta. Eftir 3ggja tíma át ultum við svo yfir í næsta almenningsgarð og lágum á meltunni (;  Ég ætla aldrei aftur að gera sjálfri mér það að borða svona mikið!
Myndir af rauðum nöglum koma inn á næstunni. Ég var svo gáfuleg að gleyma myndavélinni minni (hemm... og símanum og buxunum mínum) í Hamborg þannig að Einar kemur með hana næstu helgi og í framhaldinu get ég svo afmyndast á alla kanta.