Sunday, April 27, 2008

Sumar í nánd




Jæja nú er ég aðeins byrjuð að iða í skinninu eftir að komast heim. Byrjuð að dreyma heim á hverri nóttu og finna í líkamanum að ég á að vera þar... EN 2 mánuðir og svo er það heim. Get varla beðið (; En sem betur fer byrja æfingar á óperu í næstu viku sem sýnd verður í júní. Hún er mjög stutt þessi og bara fyrir mezzó og barritón, frá 1992, eftir Gottfried von Einem og heitir Prinzessin Traurichkeit (Prinsessa depurð/dapurleiki). Mjög fyndin lítil ópera og textinn er algjör snilld.
Annars er vikan búin að vera alveg ömurleg þar sem ég er búin að vera veik heima alla vikuna bara með hita og læti. Nú er þetta samt allt að koma og bara astminn vinur minn eftir. Þess vegna fór ég í danstímann í gær og það var geðveikt fjör. Vorum að æfa Ungverskan (sem mynnir mjög á 
spænskan dans) og Polka og valsa. Rosa gaman! Nema hvað, að á leiðinni heim stytti ég mér leið í gegnum lítinn garð hérna rétt hjá húsinu mínu og varð fyrir hálfgerðri dúfnaárás. Ég hlýt að hafa litið út eins og einhver sem gefur þeim reglulega eða eitthvað því allt í einu vara bara skýfall af dúfum. Þær veltust alveg hver um aðra fyrir fótunum á mér og flögruðu allt í kringum mig og tvær settust meira að segja á hausinn á mér. Þetta var óskaplega gaman en ég átti bara því miður ekkert handa vesalingunum, en þær ætluðu samt ekkert að láta það neitt á sig fá og eltu mig í gegnum allan garðinn. Ég þurfti að mjaka mér áfram til að koma fæti niður án þess að stífa á dúfukríli.
Síðasta helgi var alveg æðisleg. Einar mágur var hér á ráðstefnu vikuna þar á undan og svo kom Agnes á föstudagsdkvöldinu
og svið sprelluðum öll saman. Fórum t.d. í stóra tívolísvæðið hérna í Vín og út að borða og svona gaman. Hér eru með myndir af okkur að prófa tækin (:

5 comments:

Sigridur Dora said...

Ég hlakka til að fá þig heim Erla, orðið ALLT OF langt síðan við höfum búið á svipuðum slóðum en ég held að það komist næst því í sumar, við verðum nú að nýta okkur það tækifæri vel:) Annars gleðilegt sumar og hafðu það gott:)
Kveðja, Dóra

AgnesVogler said...

Þetta kemur bara fyrir þig systir kær. Mikið obboslega erum við annars happí á þessum myndum : )

Steinrún Ótta said...

Fínar myndir af ykkur KRÖKKUNUM í leiktækjunum! ;o)
Hlakka til að fá þig heim, en vona samt að þú njótir síðustu mánaðana þarna úti líka.

SIM said...

Oj ég fékk hroll þegar ég las dúfnasöguna... ég hefði dáið. En greinilega stuð í Vín:)

Erla Dóra Vogler said...

Oh!!! Það verður svo YNDISLEGT að koma heim og sjá alla! En já, nýta tímann í Vín og njóta (; Magga fuglahræðslupúki