Sunday, June 29, 2008
Anna Vala í heimsókn
Anna Vala skvísa var hjá mér núna í nokkra daga hérna í Vín og við vorum alveg ótrúlega skemmtilega menningarlegar og villtar í bland (: Við fórum á Spaðadrottninguna hans Tchaikovskys (ég náði þessum algengustu rússnesku óperuorðum: krassaviza (falleg stúlka), liúbliú (elska) og svo auðvitað tri karti (þrú spil) sem var endurtekið svona 100 sinnum (: ) Mjög fín ópera bara, verst að við vorum svoldið þreyttar í fótunum og vorum í standstæðum. Svo fórum við aðeins í Belvedere garðana að skoða. Lentum reyndar í alveg brálæðis veðri á leiðinni þangað, alltí einu fóru að falla risahögl (meðalstærð svona 3 cm í þvermál) þannig að ég vippaði Önnu Völu í snarræði mínu inn um fyrstu opnu dyragættina sem bauðst..... sem var guðs hús (: Sem betur fer var þar bara enginn og við eyddum þarna góðum 40 mínútum í að skrifa póstkort, taka örvæntingarmyndir af okkur og syngja íslensk lög í röddum þar til stytt var upp. Afskaplega gaman. Svo hlotnuðust okkur miðar á tónleika með Ceciliu Bartoli - það var EKKI leiðinlegt (var verulega hugsað til Steinrúnar). Hún er alveg algjör. Hún á skol ekki í vandræðum með coloraturur og þegar maður heldur að hún komist ekki hraðar þá skýtur hún manni illilega ref fyrir rass. Svo lágum við einn daginn í leti og sóluðum okkur við Alte Doná með vinum mínum, fórum svo reyndar aftur nokkrum kvöldum síðar í þrumuveðri og syntum þar lengi í rigningunni - ótrúlega gaman!!!! Svo borðuðum við auðvitað afskaplega vel og Anna Vala bauð mér og Jónasi (mínum fyrrverandi) út að borða á Indverskum matsölustað í tilefni að afmælinu mínu. Mjög, mjög ljúffengt. Með fylgja myndir frá síðustu dögum, vona að einhver hafi gaman af (:
Friday, June 20, 2008
Gengið og hjólað
Jæja, nú sýndum við nútímaóperuna sem ég var að taka þátt í þann 12. júní. Gekk bara alveg dandala ágætlega og fólk var ánægt með okkur - sem er alltaf gaman (:
Eftir að vera laus undan því stressi öllu saman gat ég aftur farið að lifa svona smá og fór í fjallgöngu með vinkonu minni og hennar vinum á Snjófjall, sem er hæsta fjallið í Nieder Österreich (2057 m minnir mig). Það var bara svaka ferð. Lögðum af stað frá Vín um 7 á sunnudagsmorgni, hófum göngu um hálf 9 og vorum ekki komin aftur í bílinn fyrr en rúmlega 19. Bíllinn stóð í 600 m hæð þannig að við hækkuðum okkur um rúmlega 1400 m. Rosa dugleg og vááaááááá´! hvað það er fallegt í Austurríki, útsýnið var frábært og svo heyrði maður stundum óminn af beljuklukkunum. Rosa rómó. Ég hélt náttúrulega að ég yrði farlama af harðsperum en það kom mér skemmtilega á óvart að þær voru ekki svo slæmar. Hundurinn sem var með í för var hins vegar alveg frá í tvo daga (;
Í gær var ég svo líka geðveikt menningarleg og tók þátt í Critical Mass. Það er semsagt fullt af fólki sem hittist 3. föstudag hvers mánaðar og hjólar í hóp um Vín til að berjast fyrir betri hjólasamgöngum og að fólk noti hjól frekar en bíla. En, 3. föstudaginn í júní er sú undantekning gerð, að margir hjóla naktir eða fatafáir eða í furðulegum búningum. Þetta var alveg óskaplega fyndið og ég skemmti mér alveg konunglega. Ég var hógvær og var á bikinítopp og stuttbuxum en fullt af fólki var á afmælisklæðunum. Mér fannst samt flottastur maðurinn sem var ber í svörtum sokkum, lakkskóm, mörgæsarjakka og með pípuhatt. Annar hafði málað á bakið á sér hlykkjóttann veg sem lá alveg niður í rassaboru og ör sem sýndi að bílar ættu að fara þangað. Það var semsagt mikið hlegið þennan dag (:
Annars er ég alveg að deyja úr spenningi yfir að vera alveg að koma heim, bara rúm vika!!!!
Subscribe to:
Posts (Atom)