Friday, June 20, 2008
Gengið og hjólað
Jæja, nú sýndum við nútímaóperuna sem ég var að taka þátt í þann 12. júní. Gekk bara alveg dandala ágætlega og fólk var ánægt með okkur - sem er alltaf gaman (:
Eftir að vera laus undan því stressi öllu saman gat ég aftur farið að lifa svona smá og fór í fjallgöngu með vinkonu minni og hennar vinum á Snjófjall, sem er hæsta fjallið í Nieder Österreich (2057 m minnir mig). Það var bara svaka ferð. Lögðum af stað frá Vín um 7 á sunnudagsmorgni, hófum göngu um hálf 9 og vorum ekki komin aftur í bílinn fyrr en rúmlega 19. Bíllinn stóð í 600 m hæð þannig að við hækkuðum okkur um rúmlega 1400 m. Rosa dugleg og vááaááááá´! hvað það er fallegt í Austurríki, útsýnið var frábært og svo heyrði maður stundum óminn af beljuklukkunum. Rosa rómó. Ég hélt náttúrulega að ég yrði farlama af harðsperum en það kom mér skemmtilega á óvart að þær voru ekki svo slæmar. Hundurinn sem var með í för var hins vegar alveg frá í tvo daga (;
Í gær var ég svo líka geðveikt menningarleg og tók þátt í Critical Mass. Það er semsagt fullt af fólki sem hittist 3. föstudag hvers mánaðar og hjólar í hóp um Vín til að berjast fyrir betri hjólasamgöngum og að fólk noti hjól frekar en bíla. En, 3. föstudaginn í júní er sú undantekning gerð, að margir hjóla naktir eða fatafáir eða í furðulegum búningum. Þetta var alveg óskaplega fyndið og ég skemmti mér alveg konunglega. Ég var hógvær og var á bikinítopp og stuttbuxum en fullt af fólki var á afmælisklæðunum. Mér fannst samt flottastur maðurinn sem var ber í svörtum sokkum, lakkskóm, mörgæsarjakka og með pípuhatt. Annar hafði málað á bakið á sér hlykkjóttann veg sem lá alveg niður í rassaboru og ör sem sýndi að bílar ættu að fara þangað. Það var semsagt mikið hlegið þennan dag (:
Annars er ég alveg að deyja úr spenningi yfir að vera alveg að koma heim, bara rúm vika!!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Myndin sem birtist af þér ofarlega til hægri er flott. Takk kærlega fyrir að tilkynna núna birtingu bloggsins til okkar mömmu. Það var skemmtilegt að lesa það. Báðar ferðirnar - á hjóli og með hundi og fólki upp á fjall í nærveru kúa - hljóta að hafa verið skemmtilegar. Ég veit ekki hvort margir fáist hérlendis til að hjóla um í afmælisfötum en margt vildi ég gera til þess, ef hægt væri, að fá fólk til að hreyfa sig með eigin afli í stað þess að nota bíla við gjörsamlega óþörf tækifæri.
- Philip pabbi
Elsku Erlan mín, innilega til hamingju með afmælið!
Vona samt að þú sért ekki á hinum eiginlegu "afmælisklæðum" í tilefni dagsins, heldur fáir þér í staðin fallega flík til að spóka þig í um Vínarborg.
Knús í hús og hlakka endalaust til að fá þig heim!
Kveðja, Steinka stuð
Knús knús knús litla mín! Njóttu daxins!
Pé ess - hvar eru myndir frá hjóladeginum?
Til hamingju með afmælið Erla mín:) Ég hringi til þín eftir vinnu, er búin að vera að reyna að ná í þig síðustu daga en alltaf eins og það sé slökkt á símanum þínum, kannski er ég bara svona ofboðslega tæknifötluð!!! Ef ske kynni að ég næði ekki í þig þá sjáumst við allaveganna eftir nokkra daga...:)
Innilega til hamingju með afmælið skvís :D
Vonandi á ég eftir að rekast á þig á meðan þú ert á klakanum.
Sakna þín sæta mín
Þín vinkona
Karólína
Jei, takk fyrir afmaeliskvedjurnar (: Va, hvad tad verdur aedislegt ad koma heim! Herna.... eitt liggur a hjarta minu, er einhver sem er staddur a Egilsstodum med tima og getu til ad heimsaekja fuglinn minn 2svar tann 3.juli? Litla greyid verdur alveg einn ta og Thorbjorn og yndislega fjolskyldan hans farin i fri. Auglysi eftir godum passara fyrir gullid mitt tennan dag.
Ég get alveg kíkt á hann Pípsa þann 3. júlí, ekkert mál enda þrælvön pípsupassari:)
JEI!!! Æ, frábært! Þú ert algjört æði! Ætli hann muni eftir þér..? (: Hlakka til að koma heim og hitta þig og allt og alla (;
Post a Comment