Sunday, June 29, 2008

Anna Vala í heimsókn





Anna Vala skvísa var hjá mér núna í nokkra daga hérna í Vín og við vorum alveg ótrúlega skemmtilega menningarlegar og villtar í bland (: Við fórum á Spaðadrottninguna hans Tchaikovskys (ég náði þessum algengustu rússnesku óperuorðum: krassaviza (falleg stúlka), liúbliú (elska) og svo auðvitað tri karti (þrú spil) sem var endurtekið svona 100 sinnum (: ) Mjög fín ópera bara, verst að við vorum svoldið þreyttar í fótunum og vorum í standstæðum. Svo fórum við aðeins í Belvedere garðana að skoða. Lentum reyndar í alveg brálæðis veðri á leiðinni þangað, alltí einu fóru að falla risahögl (meðalstærð svona 3 cm í þvermál) þannig að ég vippaði Önnu Völu í snarræði mínu inn um fyrstu opnu dyragættina sem bauðst..... sem var guðs hús (: Sem betur fer var þar bara enginn og við eyddum þarna góðum 40 mínútum í að skrifa póstkort, taka örvæntingarmyndir af okkur og syngja íslensk lög í röddum þar til stytt var upp. Afskaplega gaman. Svo hlotnuðust okkur miðar á tónleika með Ceciliu Bartoli - það var EKKI leiðinlegt (var verulega hugsað til Steinrúnar). Hún er alveg algjör. Hún á skol ekki í vandræðum með coloraturur og þegar maður heldur að hún komist ekki hraðar þá skýtur hún manni illilega ref fyrir rass. Svo lágum við einn daginn í leti og sóluðum okkur við Alte Doná með vinum mínum, fórum svo reyndar aftur nokkrum kvöldum síðar í þrumuveðri og syntum þar lengi í rigningunni - ótrúlega gaman!!!! Svo borðuðum við auðvitað afskaplega vel og Anna Vala bauð mér og Jónasi (mínum fyrrverandi) út að borða á Indverskum matsölustað í tilefni að afmælinu mínu. Mjög, mjög ljúffengt. Með fylgja myndir frá síðustu dögum, vona að einhver hafi gaman af (:

3 comments:

AgnesVogler said...

Villtar menningarnætur í Vín... mmm... En nú styttist í eina nótt í Reykjavík og svo margar á fjöllum, þannig að það er til margs að hlakka. Hlakka allavega til að sjá þig : )

Steinrún Ótta said...

Ó Erla hvað ég hlakka til að ná í þig á völlinn hér í sveitinni!
Bara rétt rúmur sólarhringur í þig......26 tímar og 7 mínútur!

Þórunn Gréta said...

Krúttpjakkarnir mínir, ég sakna ykkar beggja!! Kannski sjáumst við á Íslandinu, ég kem austur í lok júlí.