Sunday, June 7, 2009

Smá hiatus


Hiatus er skemmtilegt orð sem ég lærði ekki fyrr en í jarðfræðináminu...
Allavegana. Ég er búin að færa mig það mikið yfir í facebook heiminn til að hafa samband við kunningja og vini og fjölskyldu að bloggið hefur bara nærri dáið hjá mér. Ég hef bara hreinlega ekki oft frá einhverju merkilegu að segja, eins og ég held ég hafi nefnt eftir síðasta blogghiatusinn minn, og ræði flest hugðarefni mín í stað þess að rita þau. Nújæja...
En nú hef ég semsagt frá einhverju að segja SKO!
Í gærkvöldið vorum ég og tveir aðrir strákar að syngja í höll! Schloss Ebenthal. Annar strákanna þekkir hallareigandann sem var að halda uppá 60. afmæli sitt og konan hans bað strákinn að setja saman smá tónleika til að hafa milli aðal- og eftirréttar.
Þvílíkt og annað eins! Þessi gaur er augnlæknir og hann og konan hans keypu höllina fyrir 20 árum síðan og hafa síðan verið að ditta að henni. Höllin var byggð um 1800 og er öll svona síðbarokk. Hún er svona ferhyrningur og þau eru nú búin að gera upp 3 hliðar hennar að mestu, svo er garður í miðjunni með rósum! Og mér skildist líka að nokkuð land fylgi höllinni en ég náði því miður ekki að skoða úti því það rigndi eins og hellt væri úr fötu. En ég skoðaði sko húsið meðan ræðuhöld og svoleiðis voru í gangi og þetta var alveg rosalega fallegt; veggteppi og freskur og svona upphleypt krúsidúll í loftinu og útum allt sem ég man ekki hvað heitir, líka æðislegar mublur og munstrin í parketinu voru fáránlega flott. Þegar ræðuhöldin kláruðust var komið að hlaðborðinu. Á hverju borði var listi yfir hvað væri boðið uppá á hlaðborðinu og réttirnir voru allir eldaðir af húsmóðurinni sem er algjör kvenskörungur og frábær kona. Ég nenni ekki að skrifa inn alla réttina en ég ákvað að telja þá til að gefa einhverja hugmynd (:
Forréttir: 18
Aðalréttir: 22
Eftirréttir: 24
Það gekk alveg ágætlega að syngja, hefði nú alveg mátt ganga betur að mínu mati en fólk virtist ánægt. Strákurinn sem þekkir hallareigandann átti nú samt kvöldið þar sem hann söng vínerískar klám- og drykkjuvísur með miklu offorsi og leikrænum tilþrifum. Hann var alveg yndislegur, stór og mikill strákur/maður en dillar sér alveg eins mesta krúsíbolla.
Þjónarnir voru aðkeyptir og ég hef bara aldrei vitað aðra eins fagmennsku og yndislegheit. Ég féll náttúrulega alveg fyrir sæta brúneyga þjóninum okkar sem snerist alveg í kringum okkur og laumaði mér svo inní eldhús eftir konsertinn til að ná mér í smá aðlarétt (þar sem ég gat ekki borðað hann fyrir sönginn því annars hefði ég ekki komið upp tóni). Allskonar hlutir sem ég vissi ekki sem ég lærði hjá þessum yfirmáta herramanni:
Daman labbar alltaf aðeins á undan herramanninum, nema niður stiga. Þá er karlinn á undan til að geta gripið dömuna ef hún dettur, fellur í yfirlið eða eitthvað. Svo ýtti hann alltaf stólnum að borðinu þegar maður var að setjast. Það hefur aldrei verið komið fram við mig áður eins og dömu. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt!!!

4 comments:

harpa said...

Eiga þau ekki einhleypan son?

AgnesVogler said...

Óóótrúlegt... Vín er nú alveg heimur út af fyrir sig. En ég sé þig alveg passa inn í höllina í bláa kjólnum, þið smellpassið bæði inn í umhverfið :)

Erla Dóra Vogler said...

Hahaha þau eiga reyndar son, veit ekki hvort hann sé einhleypur en hann reykir... leist betur á þjóninn (: Já Vín er sannarlega spes staður, allir að koma í heimsókn bitte.

Philip Vogler said...

Ég er nú giftur sonur en kannski er það svolítið annað:
Ég mun teljast öðru vísi,
þó einn ég hlaupi og ekki reyki.
Fæ ekki að búa í hallarhýsi,
hef oft framar konu á kreiki.
- Pabbi