Mikið ægilega var yndislegt að vera heima um jólin innan um fuglinn og fólkið sem maður elskar og á "fortíð" með, maður þarf ekki einu sinni að gera neitt merkilegt með þeim, bara að VERA með þeim eða nálægt þeim. Jæja, en sem betur fer er búið að vera nóg að gera hérna úti þannig að það hefur verið lítill tími fyrir heimþrá. Talaði samt við pabba og Skrípið á Skype í gær sem var alveg sérstaklega yndælt því Skrípið vildi tjá sig líka og tala við mömmu sína (:
Annars bara lítið merkilegt til að skrifa um... á mánudaginn er próf í sviðstækni og ég hef mætt í færri en helminginn af tímunum út af æfingum, á miðvikudaginn syng ég allan hinn æðislega Hermit Songs flokk e. Barber á skólatónleikum sem verður mjög gaman... ef vel text til (;... og svo er Titus-sýningin sem ég syng á föstudaginn 25...og svo... er óperusögupróf og saga og ég förum ekki vel saman. En, svo byrjar vetrarfríið í skólanum! Þá kemur Raggi og ætlar að kenna mér allt sögulegt um Vín (sem ég á eflaust því miður ekki eftir að muna) og við ætlum að menningast alveg helling saman sem verður frábært og svo koma mamma og pabbi og svo förum við út á land og hittum þar Agnes og Einar og við hottintottumst öll saman eins og útálandiliðið sem við erum (:
Saturday, January 12, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Það var líka yndislegt að fá þig heim Erls:) Vettlingarnir sem þú gafst mér eru algjört æði, mér er aldrei kalt á puttunum þegar ég er með þá sem er nokkuð merkilegt þar sem mér er alltaf kalt á þeim og tánum ef kólnar eitthvað smávegis. Haltu svo áfram að vera dugleg að blogga. Bestustu kveðjur:-)
Vúhú! Bara mánuður í að við hittumst á ný systir kær! Og þessir mánuðir eru nú fljótir að líða eins og við vitum...
Lúv, lúv, lúv......
Ég vildi að ég væri Raggi á leiðinni til þín...... en koma tímar koma ráð.
Það góða við að eiga svona æsku-vini er einmitt að þurfa ekki að rembast við að vera skemmtilegur eða merkilegur þegar maður hittist, bara vera þú sjálfur og allt er gott. Þó við myndum hittast 2 x á ári verða skiptin sem við hittumst næstum eins og ef við hittumst daglega. That's the beauty of it!
Sakn you a lot!
Fyndið að við skildum báðar gefa hvor annarri vetlinga, Dórs (: Þessir frá þér eru líka frábærir, þeir eru strax byrjaðir að taka þátt í hjólamennsku minni. Já, góðir vinir eru algjörlega þyngdar sinnar virði í gulli og með þeim er oft auðveldara að komast að því hver maður sjálfur er... merkilegt.
Post a Comment