Sunday, November 25, 2007
Íbúðin mín
Jæja, nú geta væntanlegir heimsækjendur séð hvað bíður þeirra. Fór í IKEA á föstudaginn (2svar til að komast með allt draslið) og kláraði þá að versla það sem mér fannst uppá vanta til að gera íbúðina meira MÍNA. Ég á í algjöru "elska-hata" sambandi við þessa stórverslanakeðju. Maður fer inn með mjög góð áform um að kaupa aðeins það sem stendur á litlum miða í buxnavasanum en þessi blessaði göngustígur í gegnum búðina (sem er örugglega rúmur km) ber saklausa vegfarendur framhjá hinum margvíslegustu freistingum sem tæla jafnvel staðföstustu menn og konur til glötunar og óhóflegrar peningaeyðslu!!! Aftur á móti getur maður gert mjög góð kaup... En...allavegana var ég alveg búin eftir daginn og meira að segja smá eftir mig daginn eftir.
Að öðru, er fólk varað við þakflóðum (snjóflóðum sem eiga uppruna sinn á þökum húsa) á Íslandi? Man ekki til þess að hafa séð það. Hér eru sett upp skilti út um allt "Achtung! Dachlawine".
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Þetta er að verða stórglæsilegt og huggulegt hjá þér Erla, enda ekki von á öðru;)Blóm og alles komið... Til hamingju með huggulegheitin:)
Það er ágætt fyrir jarðfræðing að kynnast því hvernig milljónaþjóðir sinna fræðslu um Lawinen. Mér sýnist hins vegar að maður verði kominn inn á ofsaþægilegt og öruggt svæði þegar maður hefur gáð að sér og hlaupið undir þakrennu og svo upp tröppurnar til þín!
- Pabbi
(; Blóm voru nú eitt af því fyrsta sem kom í íbúðina til að minnka einmanalegheitin. Stóri pálminn heitir Skúli. Ég tók hann að mér þar sem ég fann hann standandi einan og yfirgefinn úti á gangstétt. Er ekki örugglega annars allt gott að frétta Dórs?
Ég er á leiðinni, lala la la la, til að skoða íbúðina og þig : ) Sjáumst eftir 3 daga, jei! Annars sýnist mér að við eigum sama IKEA púðann - þennan vínrauða, flauelsgaurinn sem liggur á sófanum...
Jú jú allt ágætt að frétta, er nánast búin með skólann (loksins er búinn að vera að deyja úr námsleiða þessa önnina) og búin að selja íbúðina. Núna bíður mín bara Egilsstaðir og foreldrahús (bara um tíma, ekki mikið pláss fyrir mig og mitt hafurtask, ég þarf mitt pláss og vill vera minn eigin herra þú veist) og svo er framtíðin óráðin eins og er, ertu með hugmyndir?:) Ég er bæði farin að hlakka til að komast "heim" en á þó eftir að sakna Akureyri. Annað, hverjum dettur í hug að skilja svona pálma eftir úti á götu, þetta er lifandi vera...? Gott að þú bjargaðir honum allaveganna:) Svo er ég bara alveg farin að detta í jólagírinn sem veldur því að ég er EKKI enn búin með síðasta verkefnið mitt og EKKI enn farinn að pakka, ó ó.. en þetta reddast örugglega..:) Semsagt allt í gúddí gír hjá mér:) Hafðu það gott og eigðu góðar stundir með stóru systir:) Bestu kveðjur frá Akureyri, Dóra
Heyrðu Erla, heldurðu nokkuð að Skúli hafi verið skilinn eftir úti á gangstétt af því að hann var með lús??? Tékkaðu á því kona...
Oh, en gaman ég ætla að eigna mér heiðurinn af sumum uppstillingunum ;o)
En kannski var ekki um neitt annað að ræða.
Oh well, voðalega kósí allt og verður enn meira til þess að mig langar að "skreppa" til þín og umvefja svefnsófann þinn í nokkra daga..... og þig auðvitað líka. Kannski hugnast mér að knúsa Skúla líka, ef lúsalaus er.
A dio amica mia!
Hmmm... alveg afskaplega skarplega athugað Dóra, en ég sé allavegana ekkert ógeð á honum. Agnes er samt blómasérfræðingurinn - set hana í málið (: Vá, bara búin að selja og allt! og til hamingju með að vera alveg að verða búin með skólann!
Júps, Agnes, púðinn er einmitt fjölburabróðir þíns.
Svefnsófinn bíður þess að vera umvafinn af þér Steinrún, ég finn að hann iðar alveg í fóðrinu undir græna teppinu (:
Ó ég fattaði að smella á myndirnar og stækka þær upp. Þvílík snilld.
En þá sá ég betur hið íðilfagra sturtuhengi, dýrðlegu rauðu lakkskóna þína (í Lack Ikea sjónvarpsskenknum, hí, hí), þessa æðislegu ljósakanínu og er þetta rautt dúkkurúm þarna í einu horninu?
Ó hvað þetta er að verða Erluleg íbúð.
Jú augu þín glepja þig ekki (: Ég "lenti" í flóamarkaði stuttu eftir komuna hingað og keypti mér gamalt dúkkurúm sem ég málaði svo rautt. Fyrst ætlaði ég að nota það undir dagblöð... en skór hafa alltaf verið í hávegum hafðir hjá mér þannig að það endaði sem skóhilla (:
Hurru, nú er svohooooo langt síðan þú hefur bloggað kona. Agnes búin að vera í heimsókn og allt, þú hlýtur að eiga myndir og skemmtilegar sögur! Ha?
;o)
Post a Comment