Sunday, January 27, 2008

Hananú!

Jæja, þá er Titus búinn, hefði getað gengið mikið betur (bölvaðar aríurnar, sérstaklega seinni... hverjum datt í hug að hafa a í lokin á aríu fyrir mezzó... ok, Mozart, en samt!) en hefði líka getað verið milljónfallt verra. Ég held t.d. að ég hafi næstum alltaf verið með hljómsveitinni (:  
Annars er ég búin að prófa sundlaugina sem er hérna nálægt og búin að hneykslast á því hvað það er dýrt að fara í sund - 5,5 Evrur. Sundlaugin var líka svo full að það var ekkert vit í því að reyna að synda eitthvað af alvöru. Hins vegar var alveg einstaklega gaman að troða marvaða og fylgjast á meðan með fólkinu sem er að læra að stinga sér. Ógeðslega flott! Skrúfur og hringir og kollhnísar og ég veit ekki hvað og hvað. Glætan að ég myndi samt þora þessu, auk þess hef ég lítinn áhuga að vera alveg SVONA mikið mössuð eins og gellurnar sem voru að þessu. Samt mjög töff. Skemmtilega hátíðlegt skilti í búningsklefanum: "Bitte nur im reinem zustand die Swimmhalle betraeten" sem þýðir nokkuð beint: Vinsamlegast farið aðeins í sundlögina í hreinu ásigkomulagi.
Fólk hérna í Vín er almennt mjög hlýðið hvað varðar rautt og grænt ljós þegar kemur að því að labba yfir götur. Þess vegna var ég nett hissa um daginn þegar ég sá eldri mann "stelast" til að labba yfir götu á rauðu ljósu og hann skammaðist sín greinilega það mikið að honum fannst hann þurfa að útskýra fyrir mér hvers vegna hann hafði framið þennan hræðilega verknað. Mjög sætt (:
Jæja, læra meira....

Sunday, January 20, 2008

Tito



Jæja nú er æfingaferlið að renna sitt skeið og komið tími til að fara að huga að svansöng.
Ég setti inn fullt af myndum frá síðustu æfingu inn á sér bloggsíðu og allir sem vilja geta skoðað hana líka (http://clemenzatito.blogspot.com) en ég ætla að stinga einni hérna með líka og svo einni mynd úr síðasta skylminga tíma (: Annars allt gott að frétta. Fór í dýragarðinn í dag - keypti mér árspassa þegar Agnes var hérna og það er eins gott að nýta sér hann til að líta á litlu kvikyndin.

Saturday, January 12, 2008

Aftur úti

Mikið ægilega var yndislegt að vera heima um jólin innan um fuglinn og fólkið sem maður elskar og á "fortíð" með, maður þarf ekki einu sinni að gera neitt merkilegt með þeim, bara að VERA með þeim eða nálægt þeim. Jæja, en sem betur fer er búið að vera nóg að gera hérna úti þannig að það hefur verið lítill tími fyrir heimþrá. Talaði samt við pabba og Skrípið á Skype í gær sem var alveg sérstaklega yndælt því Skrípið vildi tjá sig líka og tala við mömmu sína (:
Annars bara lítið merkilegt til að skrifa um... á mánudaginn er próf í sviðstækni og ég hef mætt í færri en helminginn af tímunum út af æfingum, á miðvikudaginn syng ég allan hinn æðislega Hermit Songs flokk e. Barber á skólatónleikum sem verður mjög gaman... ef vel text til (;... og svo er Titus-sýningin sem ég syng á föstudaginn 25...og svo... er óperusögupróf og saga og ég förum ekki vel saman. En, svo byrjar vetrarfríið í skólanum! Þá kemur Raggi og ætlar að kenna mér allt sögulegt um Vín (sem ég á eflaust því miður ekki eftir að muna) og við ætlum að menningast alveg helling saman sem verður frábært og svo koma mamma og pabbi og svo förum við út á land og hittum þar Agnes og Einar og við hottintottumst öll saman eins og útálandiliðið sem við erum (: