Sunday, January 27, 2008

Hananú!

Jæja, þá er Titus búinn, hefði getað gengið mikið betur (bölvaðar aríurnar, sérstaklega seinni... hverjum datt í hug að hafa a í lokin á aríu fyrir mezzó... ok, Mozart, en samt!) en hefði líka getað verið milljónfallt verra. Ég held t.d. að ég hafi næstum alltaf verið með hljómsveitinni (:  
Annars er ég búin að prófa sundlaugina sem er hérna nálægt og búin að hneykslast á því hvað það er dýrt að fara í sund - 5,5 Evrur. Sundlaugin var líka svo full að það var ekkert vit í því að reyna að synda eitthvað af alvöru. Hins vegar var alveg einstaklega gaman að troða marvaða og fylgjast á meðan með fólkinu sem er að læra að stinga sér. Ógeðslega flott! Skrúfur og hringir og kollhnísar og ég veit ekki hvað og hvað. Glætan að ég myndi samt þora þessu, auk þess hef ég lítinn áhuga að vera alveg SVONA mikið mössuð eins og gellurnar sem voru að þessu. Samt mjög töff. Skemmtilega hátíðlegt skilti í búningsklefanum: "Bitte nur im reinem zustand die Swimmhalle betraeten" sem þýðir nokkuð beint: Vinsamlegast farið aðeins í sundlögina í hreinu ásigkomulagi.
Fólk hérna í Vín er almennt mjög hlýðið hvað varðar rautt og grænt ljós þegar kemur að því að labba yfir götur. Þess vegna var ég nett hissa um daginn þegar ég sá eldri mann "stelast" til að labba yfir götu á rauðu ljósu og hann skammaðist sín greinilega það mikið að honum fannst hann þurfa að útskýra fyrir mér hvers vegna hann hafði framið þennan hræðilega verknað. Mjög sætt (:
Jæja, læra meira....

5 comments:

Sigridur Dora said...

Það væri nú samt gaman að læra að stökkva svona í skrúfum og hringjum niður... en ég segi það sama og þú, myndi nú örugglega ekki þora því:) Ég er samt til í að prófa ef þú ferð fyrst, ok? Gott að heyra að menn eigi að fara hreinir í sundlaugina...!
Bestu kveðjur
P.s. Þú mátt endilega skila kveðju til Lalla sem ég vann með á Kea ef þú hittir hann eitthvað:)

Erla Dóra Vogler said...

Ja, geri tad ef eg hitti hann vid taekifaeri (: Tetta er meira svona langa til ad kunna tad - ekki langa til ad laera tad...

Steinrún Ótta said...

Vei, vei....
Skora á þig að taka afturábak heljarstökk, tvöfallda skrúfu og enda í Pike.
Láttu mig svo vita hvernig gekk ;o)
En til hamingju með sönginn og A-ið í endann....Mozart er ÆÐI!

Karolina said...

hæ skvís - gott að þetta gekk allt vel :) ég sendi þér bréf á facebook sem mig langar endilega til þess að þú lesir og svarir mér :)
og nei - ég myndi ekki fyrir mitt litla líf stökkva af svona palli og alls ekki með höfuðið á undan - þori því valla af venjulegum sundpalli - lofthræðslan í hámarki hjá mér ;)

Unknown said...

Hm í hreinu ásigkomulagi... það er eitthvað næstumþví kaþólskt við þetta...