Jæja þá er búið að pakka í handfarangurinn og vona að ég sé ekki að gleyma einhverju hræðilega mikilvægu sem ég átti að gera áður en ég færi... örugglega...
Allavegana er þetta óvenjulegt ferðalag að því leiti að ég er ekki með bók með mér til að lesa. Hins vegar ætla ég að gerast svo djörf að reyna að hafa með mér heklunál í handfarangri. Já ég er villt og lifi á brúninni. Maður verður víst að taka einhverjar áhættur í lífinu. Hins vegar ætla ég ekki að ganga alveg fram af brúninni með því að taka skæri með. Ég verð víst bara að bíta garnið í sundur. Planið er semsagt í fluginu frá Amsterdam til New York að hekla og horfa á hvað sem flugið býður uppá í imbakassanum (:
Hlakka til og bið að heilsa í bili. Hafið það rosa gott! :D
Friday, February 6, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sömuleiðis góða ferð og góðar stundir!
Post a Comment