Í gær var afskaplega vel búinn maður (hjálmur, sigbelti, reipi, snúrur og sagir) að príla um í stóra trénu fyrir framan skólahúsnæðið þegar ég kom þar aðvífandi á von Trap. Þar sem mér fannst ólíklegt að maðurinn væri að leika sér... annars eru hinar undarlegustu íþróttir í gangi, hence: skákbox (http://is.wikipedia.org/wiki/Skákbox)... þá dró ég í sakleysi mínu þá ályktun að hann væri að snyrta tréð. Sem hann var og að gera, en bara með því að klippa burt þær greinar sem mistilteinn óx á. Á endanum lá alveg þó nokkur hrúga af mistilteinaklösum undir trénu og allir nemendur skólans komnir með nokkrar greinar. Enda er víst dýrt að kaupa hann, en allir vilja hafa svoleiðis á jólunum. Engar áhyggjur, það blossaði ekki upp nein kossasótt í skólanum.
Nú man ég ekki. Gleymdu æsir að biðja mistilteininn eins og allt annað að vinna Baldri ekki mein eða vildi hann það ekki, eða hvernig var þetta aftur.
Allavegana er ég með þrjár greinar af sökudólginum hérna heima. Hann þykist vera voða sætur og saklaust, en ég veit auðvitað betur....
Thursday, November 15, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Von Tramp....flott nafn á hjóli :) það er alltaf nauðsynlegt að skýra faraskjóta sína. Bíllinn minn heitir til dæmis Ísdrottninginn (ég veit karlkyns bíll en ég ek sko gellubíl og vildi láta hann frá gellunafn;) og er það vegna þess að í hverju frosti frís hann alveg pikkfastur. Seinasti vetur einkenndist af mörgum morgnum þar sem ég ligg með heitavatnspoka upp við lásinn og hurðakarminn - en ekki núna - keypti frosvara um leið og ég kom norður :D
The Christmas Song:
Chestnuts roasting on an open fire....
Everybody knows a turkey and some mistletoe,
Help to make the season bright....
Þér er sem sagt reddað inn í jólin með þessum mistilteini. En farðu samt varlega, mig minnir einmitt að mistilteinninn hafi orðið Goðinu að bana.
Svo er bara að finna good looking fellow til að kyssa undir hinni hættulegu plöntu. Passaðu bara að hann heiti ekki Baldur.
Þú þarft nú aðallega að passa að hann heiti ekki Loki! Loki komst að því með svikum að Frigg hafði þótt mistilteinninn "of ungur" til að sverja að skaða ekki Baldur og sannfærði svo Höð, blinda bróður Baldurs, um að skjóta mistinteinsör á Baldur. Mistilteinsgreyið er eiginlega al-saklaust af dauða Baldurs, alveg eins og Höður.
Hae - tað er bara allt í einu fullt af fjöri á þessari síðu. Gaman, gaman ! x 3
Hae. Allt í einu er heilmikið fjör á þessari síðu, gaman, gaman! x >3
Ég hef ekki fylgst nógu vel með, þar sem tilkynningarnar um nýtt blogg hjá blogger.com eru svo óáberandi í minni tölvu. Svo hefur þú allt í einu með nýju heimatengingunni þinni farið að blogga svo skemmtilega títt. Það er gaman af því! Sólon situr nú á öxl minni og skvaldrar sinn fögnuð líka. Héðan af reyni ég að veita þessum pínulitlu tilkynningum sem hverfa strax aftur af skjánum meiri gaum. Það er magnað hvað kommentin frá öðrum lesendum þínum eru skemmtileg líka. Til hamingju með svo fjölbreyttan lesendahóp!
Þinn pabbi
Hm, er ekki mistilteinn eitraður að borða og vex sem sníkill utan á öðrum trjám og getur jafnvel drepið þau. Undarlegt að það þýði eilífa ást að kyssast undir eitraðri kæfiplöntu. Nema ástin sé eitruð og kæfandi...... Ég er orðinn of neikvæð, þarf að ná mér í karlmann (þú sendir mér kannski smá af þessum mistilteini... :) ) Velkomin aftur úr bloggútlegðinni, annars, ég var næstum búin að gefast upp á að tékka á síðunni :)
Hahah! Karó, ég er ekki alveg eins siðspillt og þú heldur - von Trap - ekkert "m"... eins og fjölskyldan söngfyrrta í Sound of Music (:
Vel á mynnst, það er mikið af svona götustöndum með "chestnuts roasting on an open fire". Það fáránlega er að ég fæ vatn í munninn í hvert sinn sem ég labba fram hjá þeim, þrátt fyrir þá hryggu staðreynd að ég er búin að prófa þær og finnst þær bara ekkert góðar. Kannski er þetta allt um stemninguna...
Ok, gúgglaði mistiltein og kossa og fann þetta ef einhver hefur áhuga.
http://www.culture.gouv.fr/culture/noel/angl/gui.htm
Mér finnst þetta síðasta skemmtilegast (:
Kossahefðin ríkir í ýmsum Evrópuríkjum... og Kanada...
Annarsstaðar fann ég að Í GAMLA DAGA þurftu strákarnir að týna eitt ber af teininum fyrir hvern koss. Þessi hluti siðsins hefur af einhverjum ástæðum gleymst. Sennilega of fá ber á hverri grein og of mikil græðgi (:
Erla takk fyrir póstkortið, ég fékk það á mánudag og hafði gaman af, það kom semsagt í réttar hendur, ekki til nöfnu minnar á Eyrinni eins og svo oft áður...;)
Post a Comment