Sunday, February 1, 2009

Fuglar

Þó að ég sé nú reyndar svo mikið meira fyrir villta náttúru en reglustikuklipptar flatir og útreiknuð blómabeð þá hefur garður Schönbrunn hallarinnar vissan sjarma sem seint verður af honum tekinn. T.d. er sama hversu margt fólk er þar á skokki og vappi, það er alltaf hægt að finna stíg sem enginn annar er á og fá frið. Annað sem mér finnst sérlega skemmtilegt við garðinn er að þar eru gæfir litlir fuglar og íkornar (:
Þangað fór ég semsagt í gær, vel nestuð sólblómakjörnum og fóðraði bíbí. Það er einhver unaðslega einföld gleði í því. Ég náði að laða til mín blámýslur, kolamýslur (held ég að þær heiti) og einn kleiber sem eru ótrúlega fyndnir fuglar. Hann var algerlega uppáhaldið mitt í gær. Hann kom aftur og aftur og flaug með nefið fullt af kornum upp í trén umhverfis og faldi kornin í glufum í berkinum á trjánum. Algjör krús.
Annars er febrúarfríið byrjað núna í skólanum. Æfingar á Haydn óperunni sem sett verður upp við skólann í lok apríl verða samt nokkrar núna næstu daga og það er svo sem nóg að læra áður en ég flýg til Bandaríkjanna á föstudaginn og hitti þar m&p og A&E. Jei!

3 comments:

AgnesVogler said...

Hvurslax eiginlega! Ég sé að ammlisgjöfin í ár hlýtur að vera fuglahandbók : )

Steinrún Ótta said...

Þú getur líka laðað að þér börn með sama hætti ef þú vilt vera vinsæl. En þá er reyndar betra að sleppa sólblómafræjum og nota heldur súkkulaði ;o)

Bara svona tipps fyrir komandi frænku/frænda........


Og SHIT hvað þú stendur þig vel í blogginu. Ég hlakka til að fá sveittar sögur frá USA þegar þið komið aftur!!!

Knús í hús,
Steinrún og Sól í letikasti

Erla Dóra Vogler said...

Hihi... þar sem ég býst við að hitastigið sé við frostmark þarna úti er nú ekki svo víst að sögurnar verði ýkja sveittar (: En það verður örugglega frá einhverju að segja.