Erna frænka sendi þessa vísu á fjölskylduna. Hún fann hana innan um gamalt dót en langamma Helga hafði gefið henni vísuna á fermingardaginn. Mér finnst hún svo óskaplega falleg að ég ætla að stelast til að varpa henni hérna fram.
Þjer um aldur unga fljóð
ekkert valdi pínu.
Yfir þig tjaldi gæfan góð
gullnum faldi sínum.
(:
Thursday, January 29, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment