Thursday, January 8, 2009

Örstutt pæling

Vissuð þið að það er til fólk sem, kvöldið fyrir frídag í miðri viku (einn af þessum elskulegu Kaþólsku frídögum), fer EKKI á pöbbinn til að drekka frá sér vit, heldur fer út að skokka... um MIÐNÆTTI! Mér stóð nú ekki á sama þegar ég mætti 4. skokkaranum þegar ég var að labba heim eftir flugið núna á mánudagskvöldið. Sumt fólk sko.... já, heilbrigt líferni er mjög gott og gilt, en öllu má nú ofgera (:
Annað - ég varð fyrir vonbrigðum í ferðinni minni. Við vitum öll að það eru til manneskjur sem eru misyndælar. Mér finnst bara rangt að þessar manneskjur líti út fyrir að vera það líka. Allavegana þá voru tvær konur sem fóru fram fyrir mig í tveim mismunandi röðum í Keflavík og Frankfurt og þær litu báðar út fyrir að vera svoleiðis konur, háværar gellur, með króníska skeifu og mikið málaðar. Það er bara eitthvað rangt við þetta. Ef leiðindalið lítur út fyrir að vera leiðindalið þá er einhvern veginn ekkert réttlæti í heiminum (já ok, það átti ég svosem að vita fyrir)... en verður það þá svona í útliti af að vera leiðinlegt.... eða er útlitið á móti þeim og framkoma annarra gagnvart þeim mótar þau og gerir úr þeim pakk.
Hahahha þetta átti nú ekki að vera svona ömurlegt þetta síðasta. En eftir nágranna mína á Baldursgötunni þá veit ég nú fyrir víst að það er fólk sem er bara virkilega rotið að innan og skemmt og vill ekkert annað en gera öðru fólki lífið leitt. Þetta er sorglegt en það besta sem maður getur gert er að reyna að halda sig utan við vandræði þessa fólks og sem fjærst því (í annarri heimsálfu er ágætis byrjun). Ef einhver getur hjálpað þeim til betri vegar þá er það æðislegt, en ég held að það þurfi professional manneskju í það.
Knús,
Erla (alla jafna mjög opin þegar er að kynnast fólki (: )

4 comments:

AgnesVogler said...

Noh! Bara tvö blogg á jafnmörgum dögum! Gó Erla!

Er ekki bara miklu betra að innræti og útlit fari saman? Þá er hægt að bera kennsl á miður skemmtilega fólkið úr fjarska og forða sér. Best væri auðvitað ef fólk væri bara með skilti...

Sigridur Dora said...

Æ já maður hálfvorkennir þessu fólki sem gerir ekkert annað en að vera með leiðindi að ástæðulausu þó maður sé ekkert nema almennilegheitin... Verst hvað ég hef oft á tíðum litla þolinmæði gagnvart þessu liði!

Annars glæsilegur árangur í blogginu Erla:) Þú verður að halda þessu áfram þar sem ég er bara að vinna 50% vinnu núna og hef ekkert betra að gera en að hanga á netinu...

Erla Dóra Vogler said...

Úff nú þarf ég að standa mig og halda vel um spaðana til að detta ekki út úr blogginu. Vona að óléttan sé að fara vel með ykkur þessa dagana og að þið séuð að fá nógan svefn (:

Steinrún Ótta said...

ha, ha...
Já þú ert til dæmis bæði sæt og brosmild - sem segir manni að þú sért alveg stór-skemtileg mannerskja!!!