Tuesday, January 6, 2009

Árið 2008 - Uppgjör

Góðan daginn! Sæll og svo framvegis, langt er um liðið frá því ég bloggaði síðast og geri ég það nú með hjálp Sálarinnar hans Jóns mín sem systrahjartað fékk í jólagjöf frá elskulegum eiginmanni sínum.
...hvar er draumurinn!...
Ástæða bloggleti minnar liggur ekki í því að ég hafi ekki tíma til að blogga heldur hef ég endurtekið ætlað að blogga í vetur og alltaf komist að því þegar á hólminn er komið að ég hef bara ekkert skemmtilegt fram að færa og ég var farin að hallast að því að ég lifi ótrúlega óspennandi lífi (: En ég held að þetta snúst líka um að vera í rétta gírnum og detta bara ekki alveg út úr þessu því þá er alltaf svo mikið að segja þegar maður snýr aftur að maður hefur ekki einu sinni upphaf til að enda út frá...
...því gamalt verður nýtt í nýju ljósi...
En allavegana eru jólin yndislegu heima á Egilsstöðum núna liðin. Það var alveg frábært að koma heim. Lenti í Keflavík 19. des með hálffullri vél af útlendingum sem alveg skríktu af gleði þegar þeir sáu allan snjóinn. Ég skríkti vissulega líka innan í mér en ákvað að láta það ekkert fara lengra heldur bældi tilfinningar mínar eins og sannur Frónbúi. Snjórinn entist fram yfir jólatrjáartöku í Einarsstaðaskógi en svo var lítið sem ekkert um hann það sem eftir lifði hátíðanna. Annars liðu nú jólin bara svona eins og draumur. Heima var bakað, lítið sem ekkert þrifið af okkur systrum reyndar, skreytt, prónað og kelað við Pípsa. Við Þórunn Gréta settum saman smá prógramm af jólalögum til að flytja á elliheimilunum á Egilsst og Seyðis og enduðum svo á að spila það líka í Skötuveislu Kalla á Borgarfirði - rosa gaman. Ég og Karó kíktum í heimsókn til Dóru og Dóra á Eskifirði. Dóra var alveg fáránlega hress miðað við Agnesi greyið (sem er nú opinberlega tvö - hún og Agnarögn) og ef að hún hefði ekki verið komin með myndarlega kúlu hefði maður ekki tekið eftir að hún væri neitt "ófrísk" (bjánaorð svona yfirleitt). Við stelpurnar hittumst svo og spiluðum saman, það er alveg merkilegt hvað, þó allt breytist, allt sé mikið eins þegar við hittumst hver jól. Farið var á Annan í jólum ball, sem reyndist víst vera alveg brjálað - en það frétti ég ekki fyrr en eftir á. Ég og Karó dönsuðum og tjúttuðum eins og brjálæðingar og fólk sem maður hefur ekki séð í háa herrans tíð fékk koss á sig þegar það dansaði framhjá (:
...svo á morgun er allt liðið hjá....
Í gær flaug ég svo aftur til Vínar. Kvöldið áður var ég í alveg frábæru yfirlæti, fyrst hjá ömmu og afa, og svo í partíi hjá Helenu í Hafnarfirðinum með Þórunni Guðmunds, Önnu Völu og söngnemendum Þórunnar úr Hafnarf. Það var rosa gaman að hitta alla aftur þrátt fyrir að kreppan væri eitt af aðal umtölunarefnunum - enda Rakel útí Danmörku rétt að draga fram lífið í lítilfjörlegum vistarverum og búin að leggja mikið af.... enginn rósadans hjá nemendum um þessar mundir. Svo sá ég í tölvupósti áðan að frændi minn Björn Hákon varð pabbi þessa nótt, eignaðist fínasta dökkhærða son með henni Sigurborgu sinni.
.... og gamla skrímslið lifir...oóoóoó...
En já, bíðum nú við - þessi bloggfærsla átti að verða 2008 uppgjör með Sálarívafi. Ég hef nú svo sem ekkert merkilegt um árið 2008 að segja heldur bara heilmikið. Þetta var besta ár sem ég man eftir í lífi mínu til þessa. Skólinn hefur verið skemmtilegur og ég tel víst að mér hafi fram. Ég hef kynnst ennþá fleira frábæru fólki á þessu ári bæði hérna úti og heima. Sumarið var alveg sér gullmoli útaf fyrir sig - alveg brjálað en unaðslegt. Mamma og pabbi heimsóttu mig tvisvar út, Anna Vala kom, einnig belgíski bróðir minn og slóvenska systir mín, Björk, Agnes og Einar, Finnbogi og Raggi. Allir að kíkja á Vín sem er nú ósköp falleg. Kreppan hefur verið eitthvað svo framarlega í brennideplinum en ég verð bara að segja að þetta hefur verið besta árið mitt fram til þessa hvað sem henni líður. Ég er náttúrulega ekki eins illa stödd og margur annar og má teljast heldur betur heppin. Ef að ég hefði séð pípsann minn meira á þessu ári hefði árið að mínu mati verið fullkomið (:
Gerði ég áramótaheit - nei, í rauninni ekkert svona hátíðlegt en á árinu hafa nokkur orðatiltæki og svona hugsýnir komið inn í lífið og bætast nú við það hvernig ég tel gott að lifa því blessuðu. T.d. Gjörðu hið góða vegna hins góða, án tillits til þess, hvað af því leiðir.
Gleðilegt nýtt ár allir saman!

3 comments:

Steinrún Ótta said...

Erla perlan mín!

Strax farin að sakna þín, og þó svo glöð að hafa náð að hitta þig yfir hátíðarnar sem eru jú ótrúlega bissí dagar þrátt fyrir að eiga að vera "frí-dagar".

Hafðu það gott í Vín og bloggaðu endilega meira, minnst 2-3x í viku ;o)

Kveðja,
Steinrún og Sól (heima að hugsa um að fara að taka niður jólaskrautið og þrífa.....en koma engu í verk)

Sigridur Dora said...

...og loksins bloggaði konan, til hamingju með það:) Ég er sammála Steinrúni - þú verður að herða þig aðeins í blogginu, alltaf gaman fyrir okkur á Íslandi að vita hvað þú ert að brasa. Annars verð ég að fara að athuga með "mækinn" sem þú varst að benda mér á, hef tíma í það... uhhh á næstu vikum!

Það var annars gaman að hitta þig um jólin en jólin væru hálftómleg án þessa. Hafðu það sem allra best í Vín Erla mín og við verðum að halda áfram að senda pósta á milli (allaveganna þangað til ég redda "mæknum").

Þín vinkona
Dóra

Erla Dóra Vogler said...

Hihi ég held þú verðir líka að fara að fá þér blogg líka til að ég fái einhverntíman að sjá einhverjar myndir af krílinu þínu Dóra mín (:
Æjá það var alveg yndislegt að hitta ykkur. Ég er algjör einmana kleina núna í Vín. Jæja, einn ljós punktur við að flýja land - þarf ekki að taka niður jólaskraut haHa! :P