Saturday, January 10, 2009

My fair Lady

Jáhá, í gærkvöldið gerði ég mér smá dagamun og fór í Volksoper. Ég hugsaði ekki einu sinni útí það þegar ég ákvað að gera eitthvað úr föstudagskvöldinu með Clair (sópran frá Frakklandi) og rak augun í My fair, að hún gæti verið á öðru en ensku... en ég meina, auðvitað, við settum náttúrulega verkið upp heima á íslensku, þannig að það er varla hægt að búast við öðru en að þýskumælandi áhorfendaskari vilji fá sína þýsku og engar refjar (er þetta orð?). Heima á Egils var Elise (Agnes systir!) auðvitað flámælt og linmælt og örugglega vel rík af öðrum hræðilegum málkvillum en hér... hér var auminginn haldin Vínerísku (:
(Víneríska er næstum óþekkjanleg þýska - þýska með dönskum hreim, ósköp slepjulegt, allir sérhljóðarnir eru afbakaðir (a verður o t.d.), flestir samhljóðarnir hverfa eitthvert (hafa sjálfsagt flúið) o.s.frv.
Ója, ég skildi varla eitt einasta orð sem stúlkan sagði. En verkið stendur vel fyrir sínu og tónlistin er æði pæði. Mr Doolittle skaraði reyndar framúr sem langbesti leikarinn. Mér fannst samt merkilegt í þessari uppfærslu að það er rómantík eigilega alveg frá byrjun milli þeirra skötuhjúa... og reyndar fannst mér Higgins stundum jaðra fullmikið við að vera hreinlega perralegur. Almennt finnst mér skemmtilegra að leifa áhorfendum að nota ímyndunaraflið og hafa opinn endi: eru þau bara vinir - er eitthvað meira á milli þeirra??? Allavegana hefði ég sko ekki óskað aumingja Elise að enda upp með þessum Higgins eins og raunin var og verkið endaði á heiftarlegau kossaflensi og keleríi.
Jæja - læra. Erla = löt og heimakær (:

1 comment:

Ingi Þór said...

Sæl elsku Erla perla. Gleðilegt árið og velkomin heim. Ég kom heim til Osló á sunnudaginn, viku á undan Hugrúnu og er bara að slæpast hérna eitthvað. Vonandi hafðiru það ótrúlega gott heima um jólin.
Hvenær eigum við Hugrún svo að koma í heimsókn til Vínar??? Þú ert svo náttúrulega alltaf velkomin í heimsókn til okkar ef þú skyldir vilja skoða Osló, sem er ekkert spes borg að sjá en ekki misskilja mig, við myndum gjarnan vilja fá þig í heimsókn en það er ekkert spennandi að koma til Oslóar þannig að ég mæli með því við fólk að kíkja í heimsókn þegar við erum flutt eitthvað annað hehehe
Hafðu það gott og heyrumst Erla mín.