Thursday, January 15, 2009

Sláðu þau dauð!

Einn strákur sem er í leikstjóranámi við skólann er líka mikill áhugamaður um brúðuleikhús. Síðastliðinn þriðjudag fór ég á verk sem hann samdi og gerði brúðurnar fyrir - Schlag sie tod, eða Sláðu þau dauð. Þetta var alveg fáránlega fyndið! Brúðurnar eru í líkamsstærð og fólkið sem talar fyrir þær og hreyfir þær er oft líka að leika á sviðinu. Plottið er semsagt sagan af því þegar herra Bernie er sendur á elliheimilið "Altíð grænt". Í fyrsta lagi hatar hann grænt og þar fyrir utan er hann ótrúlega bitur bara í alla staði og þolir ekki hitt fólkið á elliheimilinu: konuna sem getur ekki hreyft sig fyrir offitu, herra Demens sem er gamall ríkur íssali og frú Iliu sem er visnuð óperusöngkona (: svo vindur plottið þannig upp á sig að Bernie, sem verður vitni að því þegar yfirlæknirinn drepur herra Demens aura hans vegna (til að þóknast sætu hjúkkunni), nær óperudýfunni á sitt band og þau drepa í sameiningu lækninn og grimmu hjúkrunarkonuna. Óperudýfan auðvitað með því að endurlifa atriðið úr Toscu e. Puccini (sem hún söng einmitt í Bayruth 1933) þar sem Tosca stingur hinn ógeðslega Scarpia með hníf. Ótrúlega smekklegt og fyndið. Asnalegt hvað er langt síðan maður hefur farið í brúðuleikhús, eins og það var nú góður brúðuleikhúshópur á Egilsstöðum þegar ég var lítil.
Þetta er alveg frábær skemmtun og alls ekki bara fyrir krakka - fleiri fullorðins brúðuleikhús, já takk ;)

3 comments:

Philip Vogler said...

Hér er framtíðarspá mín eftir fjörutíu ár ef þér dettur eitthvað gott í hug til að byggja upp brúðuóperu en ekki aðeins brúðuleikrit:

Brúðuleikhús bætir líðan
barna og fólks á öllum aldri.
Einnig ná þeir Erlu síðan
óperbrúðar sama galdri.

- Pabbi

Ásta og Ernir said...

Úhú ég fann bloggið þitt!

Hresst brúðuleikhús, hljómar allavegana HRESST!

Gleðilegt ár og allt saman, vonandi sjáumst við eitthvað bráðlega! :)

ÁSTA

Steinrún Ótta said...

Ha, ha, vildi að ég hefði verið með þér!